• sustainable-energy-week

Evrópuvika sjálfbærrar orku hefst í dag

Evrópuvika sjálfbærrar orku hefst í dag. Vikunni er ætlað að kynna nýjungar í orkunýtingu og tækni, stefnumótun og framkvæmd  á sviði endurnýjanlegrar orku. Í tengslum við vikuna er að finna fjölbreytta dagskrá viðburða  víðsvegar um Evrópu.

Evrópuvika sjálfbærrar orku hefst í dag. Vikunni er ætlað að kynna nýjungar í orkunýtingu og tækni, stefnumótun og framkvæmd  á sviði endurnýjanlegrar orku. Í tengslum við vikuna er að finna fjölbreytta dagskrá viðburða  víðsvegar um Evrópu. Öllum er frjálst að skipuleggja viðburði í tengslum við vikuna og aðgangur er opinn. Vikan tengist átaksverkefni ESB um sjálfbæra orkunýtingu (e. Sustainable Energy Europe Campaign).

Sjálfbær orka - raunhæfur, hagkvæmur og umhverfisvænn kostur

Viðburðir á Evrópuvikunni kynna verkefni sem kynna fyrirtækjum, stjórnvöldum og almenningi að notkun tækni sem byggir á sjálfbærri orku getur verið raunhæfur, hagkvæmur og umhverfisvænn kostur. Í Brussel er fjöldi umræðufunda, ráðstefna og sýninga skipulagður af framkvæmdastjórn ESB og öðrum aðilum, s.s. fulltrúum orkufyrirtækja, vísindamönnum, stjórnvöldum og félagasamtökum. Í tilefni af orkuvikunni stendur Sendiráð Ísland að myndasýningu í Héraðanefnd ESB þar sem kynnt eru íslensk verkefni og nýsköpun á sviði endurnýjanlegrar orku.

Evrópuverðlaun á sviði sjálfbærrar orku

Hápunktur vikunnar er afhending Evrópuverðlauna á sviði sjálfbærrar orku (e.  Sustainable Energy Europe Awards) sem veitt eru  bestu orkuverkefnum síðasta árs. Verðlaunin árið 2010 hlutu fimm verkefni af þeim 300 sem voru tilnefnd. Meðal verðlaunahafa var sveitarfélagið Sønderborg í Danmörku sem varð hlutskarpast í flokknum Sjálfbær samfélög. Verðlaunaverkefni sveitarfélagsins ProjectZero , miðar að því að árið 2029 verði Sønderborg
kolefnishlutlaust svæði.