Forgangur starfsfólks í framlínustörfum að grunn- og leikskólaþjónustu, frístundastarfi og þjónustu dagforeldra vegna COVID-19

Almannavarnir hafa biðlað til stjórnenda leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila og dagforeldra að taka jákvætt í það að þeir aðilar sem sinna samfélagslega mikilvægri þjónustu svo sem í heilbrigðisgeiranum og viðbragðsgeiranum fái forgang fyrir börn sín hjá dagforeldrum, í leikskólum, í 1. og 2. bekk grunnskóla og á frístundaheimilum fyrir sama aldurshóp. Listi frá almannavörnum yfir þá aðila sem geta sótt um forgang eru í viðhengi.


Bréf frá Almannavörnum 19.03.2020

Við gerum okkur grein fyrir því að útfærsla á forgangslistanum er mjög flókið verkefni. Beiðni barst frá fræðsluyfirvöldum á höfuðborgarsvæðinu þess efnis hvort hægt væri að virkja úrræðið fyrir þá sem eru á forgangslistanum mánudaginn 23. mars.

Verið var við þeirri beiðni og verður úrræðið virkjað mánudaginn 23. mars. Þeir skólar þar sem úrræðið er þegar hafið þá á þetta ekki við.
Upplýsingar um forgangslistann og hvenær hann tekur gildi verða meðal annars kynntar í fjölmiðlum og í stöðuskýrslu almannavarna.
Við höfum verið í samvinnu við starfsfólk island.is. sem eftir ábendingar frá ykkur, er að vinna í að laga og uppfæra síðuna. Eitt af því sem búið er að laga er nafn á næsta yfirmanni og símanúmer viðkomandi. Sú viðbót einfaldar stjórnendum að fá upplýsingar staðfestar.


Foreldrar þurfa að sækja um forganginn í gegnum www.island.is.

  • Stjórnendur fá sendan lista yfir þá foreldra sem sækja um forgang.
  • Stjórnendur hafa leyfi til þess að hringja í atvinnurekenda til þess að staðfesta að viðkomandi upplýsingar séu réttar. Þetta má einungis fara fram í símtali og þessar upplýsingar má ekki skrásetja á nokkurn hátt.
  • Stjórnendur þurfa að útfæra fyrirkomulag forgangs með hverju foreldri. Þessi útfærsla þarf að vera unnin á föstudögum svo hægt sé að undirbúa fyrirkomulag komandi viku.

Vegna yfirstandandi viku, þ.e. 16. - 20. mars, þurfa stjórnendur að útfæra fyrirkomulag forgangs með foreldrum eins fljótt og auðið er, helst í lok dags á miðvikudegi þann 18. mars

Búast má við því að starfsfólk sem kallað er til vinnu með stuttum fyrirvara geti haft samband við sinn skóla og athugað með aðstæður varðandi forgang.

Sumir foreldrar vinna á vöktum og þurfa því ekki að nota alla daga vikunnar meðan aðrir þurfa mögulega að notfæra sér alla daga vikunnar.

Við munum ítreka fyrir foreldrum/forráðamönnum að um neyðarúrræði sé að ræða, ef fólk getur nýtt sér kerfið eins og það er hjá skólunum í dag eða aðra möguleika þá væri það hentugast.

Í ljósi þess að sama úrlausn hentar ekki öllum teljum við að þetta sé besta fyrirkomulagið fyrir þennan hóp.