05. sep. 2018

Umsögn um þjóðgarðastofnun

Áhersla er lögð á að sem breiðust sátt takist um efni frumvarpsins. Hér sé um löggjöf að ræða sem snertir mjög marga, eins og sjá megi á þeim fjölda umsagna sem borist hafi um málið. Ljóst sé að skoðanir séu mjög skiptar og megi sem dæmi sjá af umsögnum, að sveitarstjórnarmenn telji ekki endilega þörf á miðlægri stofnun um málefni þjóðgarða og friðlýstra svæða.

Sambandið telur tilefni til þess, að skerpt verði á ákvæðum frumvarpsins um samráð við sveitarstjórnir. Mikilvægt er að sem best sátt ríki milli þjóðgarða og sveitarstjórna. Að áliti sambandsins er sérstaklega ástæða til þess, að kalla eftir samtali við ráðuneytið um að tryggja skýrari aðkomu sveitarfélaga að ákvörðunum um friðlýsingu landsvæða innan marka sveitarfélags sem þjóðgarðs, sbr. 3. mgr. 4. gr. og um afmörkun þjóðgarða. Almenn afstaða sveitarstjórna um land allt hljóti að vera sú, að landsvæði verði ekki friðlýst sem þjóðgarður í óþökk sveitarstjórnar.