Fréttir og tilkynningar

Fyrirsagnalisti

22. maí 2019 : Ítarlegri umsögn sambandsins um fjármálaáætlun 2020-2024 fylgt eftir við fjárlaganefnd

Samband íslenskra sveitarfélaga skilaði ítarlegri umsögn um fjármálaáætlun 2020-2024 til fjárlaganefndar Alþingis í morgun. Farið er þar yfir þá hnökra sem orðið hafa á samskiptum ríkis og sveitarfélaga í tengslum við þá einhliða ákvörðun ríkisstjórnarinnar að frysta framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á árunum 2020 og 2021. Skerðingin nemur samtals 3-3,5 ma.kr. og bitnar hún harðast á fámennum sveitarfélögum. Gerð er skýlaus krafa um að Alþingi dragi til baka þessi áform ríkisstjórinarinnar.

Nánar...

05. sep. 2018 : Umsögn um þjóðgarðastofnun

Áhersla er lögð á að sem breiðust sátt takist um efni frumvarpsins. Hér sé um löggjöf að ræða sem snertir mjög marga, eins og sjá megi á þeim fjölda umsagna sem borist hafi um málið. Ljóst sé að skoðanir séu mjög skiptar og megi sem dæmi sjá af umsögnum, að sveitarstjórnarmenn telji ekki endilega þörf á miðlægri stofnun um málefni þjóðgarða og friðlýstra svæða.

Nánar...

02. maí 2018 : Frumvarp um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent atvinnuveganefnd Alþings umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi. Frumvarpinu er ætlað að skapa aukna sátt um uppbyggingu fiskeldis hér á landi og leggja grunn að því sem öflugri, ábyrgri og sjálfbærri atvinnugrein. Umsögnin er unnin í nánu samráði við Samtök sjávarútvegssveitarfélaga.

Nánar...

16. apr. 2018 : Frumvarp til laga um veitinga, gististaði og skemmtanahald

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti umsögn vegna breytinga á ákvæðum laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, en lögin taka m.a. til löggæslukostnaðar á skemmtunum.

Nánar...

13. apr. 2018 : Umsögn um frumvarp til laga um lögheimili og aðsetur

IMG_3368

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis umsögn um frumvarp til  laga um lögheimili og aðsetur. Frumvarpinu er ætlað að leysa af hólmi lög um lögheimili nr. 21/1990 og lög um tilkynningar aðsetursskipta nr. 73/1992. Markmið frumvarpsins er að stuðla að því að búsetu- og aðsetursskráning einstaklinga sé rétt og að réttaröryggi í meðferð ágreiningsmála er varða skráningu lögheimilis og aðseturs verði tryggt.

Nánar...

18. apr. 2017 : Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent velferðarnefnd Alþingis umsögn um frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra, 119. mál. Málið er endurflutt á þinginu og hefur sambandið oftsinnis lýst þeirri afstöðu til málsins að fella beri lög um orlof húsmæðra, nr. 53/1972 úr gildi.

Nánar...

23. mar. 2017 : Umsögn um frumvarp um afnám lágmarksútsvars

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga um breytingu á tekjustofnalögum sem felur í sér afnám lágmarksútsvars.

Nánar...

21. mar. 2017 : Tvö ný frumvörp frá ráðherra sveitarstjórnarmála

Athygli sveitarfélaga er vakin á því að ráðherra sveitarstjórnarmála hefur lagt fram á Alþingi tvö ný frumvörp. Annars vegar um bílastæðagjöld og hins vegar um sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði

Nánar...

19. jan. 2016 : Umsagnir um húsnæðisfrumvörp

Eins og kunnugt er fjallar velferðarnefnd Alþingis nú um fjögur frumvörp sem ætlað er að innleiða framtíðarskipan húsnæðismála. Öll frumvörpin hafa snertifleti við sveitarfélögin og hefur sambandið nú látið í té umsagnir um þau.

Nánar...
Síða 1 af 6