Vinnum saman

Ráðstefna um leiðir til að draga úr veikindafjarvistum starfsmanna

Samband íslenskra sveitarfélaga stóð fyrir ráðstefnu um leiðir til að draga úr veikindafjarvistum starfsmanna. Ráðstefnan var haldin í samvinnu við Virk, Starfsendurhæfingarsjóð og var ætluð öllum stjórnendum sveitarfélaga sem fara með mannaforráð.

Ráðstefnan var haldin í Norræna húsinu 2. mars 2010 og í Ketilhúsinu, Akureyri, mánudaginn 8. mars 2010.

Markmið ráðstefnunnar var að kynna leiðir til að koma í veg fyrir og bregðast við langvarandi fjarvistum starfsmanna vegna veikinda eða slysa.

Glærur og hljóðskrár verða settar inn eftir 8. mars 2010.

Dagskrá ráðstefnunnar
Bæklingurinn Vinnum saman 

Bæklingar frá Vinnueftirliti
Ráðleggingar um heilsueflingu á vinnustöðum
Áhættumat - Skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað


10:00 Skráning 
10:15 Kynning á hlutverki Starfsendurhæfingarsjóðs
Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsendurhæfingarsjóðs 
11:00 Vinnum saman - árangursríkar leiðir í fjarvistarstjórnun
Ingibjörg Þórhallsdóttir, sérfræðingur hjá Starfsendurhæfingasjóði
12:00 Hádegishlé
12:45 Vinnuumhverfi og ábyrgð stjórnenda
Ása Guðbjörg Ásgeirsdóttir, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu
13:30 Líðan, heilsa og starfstengd viðhorf starfsmanna sveitarfélaga á tímum efnahagsþrenginga 
Hjördís Sigursteinsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsókna- og þróunarmiðstöð HA
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands 
14:00 Samantekt og ráðstefnuslit