Vinnufundur um flutning þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga

Haldinn á Grand hóteli í Reykjavík miðvikudaginn 24. febrúar 2010

Samband íslenskra sveitarfélaga, í samvinnu við verkefnisstjórn um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á sviði velferðarmála, boðar til vinnufundar um tilfærslu þjónustu við fatlaða til sveitarfélaga. Tilgangurinn er að miðla upplýsingum, stuðla að skoðanaskiptum og leggja grunninn að öflugu starfi sveitarfélaga fram til þess tíma sem þau taka við þjónustunni.

Vinnufundurinn er ætlaður:

  • Fulltrúum í sveitarstjórnum og félagsmálaráðum.
  • Sveitarstjórum og öðrum stjórnendum sveitarfélaga.
  • Stjórnendum og starfsfólki félagsþjónusta sveitarfélaga.
  • Starfsmönnum landshlutasamtaka sveitarfélaga.
  • Stjórnendum og sérfræðingum svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra.
  • Starfsmönnum Sambands íslenskra sveitarfélaga og félags- og tryggingamálaráðuneytis sem vinna að tilfærslu þjónustu við fatlaða.

Vinnufundurinn verður haldinn á Grand Hóteli þann 24. febrúar, frá kl. 9:30 til 15:30.

Vinnuhópum er stjórnað af fulltrúum í verkefnisstjórn um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga á sviði velferðarmála.