Málþing um upplýsingatæknimál sveitarfélaga

Málþing um upplýsingatæknimál sveitarfélaga var haldið á Grand hótel í Reykjavík 2. júní 2015. Markmið málþingsins var m.a. að kynna verkefni sem unnið er að á grundvelli stefnu ríkis og sveitarfélaga um upplýsingasamfélagið 2013-2016 og skipta máli fyrir sveitarfélög.

Markmið málþingsins er að

  • kynna verkefni sem unnið er að á grundvelli stefnu ríkis og sveitarfélaga um upplýsingasamfélagið 2013-2016 og skipta máli fyrir sveitarfélög,
  • varpa ljósi á rekstrarmál sveitarfélaga á sviði upplýsingatækni og
  • gefa fulltrúum sveitarfélaga tækifæri til að ræða þau, og önnur úrlausnarefni í UT-málum, svo og samstarfsmöguleika.

Markhópur málþingsins eru yfirstjórnendur í sveitarfélögum og þeir sem bera ábyrgð á og starfa að UT-málum sveitarfélaga.

I Verkefni skv. stefnu ríkis og sveitarfélaga um upplýsingasamfélagið

11:00 Inngangur málþingsstjóra
11:05 Úttekt á opinberum vefjum. Staða vefja sveitarfélaga og breytingar í úttekt 2015 .
Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri upplýsingasamfélagsins, innanríkisráðuneytinu.
11:20 Ísland.is og staða rafrænna auðkenninga. Möguleikar sveitarfélaga til að nýta sér gáttina .
Bragi Leifur Hauksson, verkefnastjóri rafrænnar stjórnsýslu, Þjóðskrá Íslands.
11:45 Rafræn kjörskrá, rafrænar íbúakosningar og -undirskriftarlistar .
Halla Björg Baldursdóttir, sviðsstjóri rafrænnar stjórnsýslu, Þjóðskrá Íslands.
12:00 Opinber samráðsgátt .
Arnar Pálsson, verkefnisstjóri vinnuhóps um samráðsferla á netinu og ráðgjafi hjá Capacent.
12:15 Opnun opinberra gagna .
Tryggvi Björgvinsson, ráðgjafi vinnuhóps um opin gögn og verkefnisstjóri hjá Open Knowledge.
12:35 Sveitarfélögin og INSPIRE
Ragnar Þórðarson verkefnisstjóri, umhverfisráðuneytinu.
12:55 Samnýting upplýsinga í velferðarkerfum ríkis og sveitarfélaga .
Þóra Björg Jónsdóttir lögfræðingur, Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
13:15 UT landsumgjörð, landsarkitektúr og sameiginlegir staðlar. Hvaða máli skiptir þetta fyrir sveitarfélög?
Hermann Ólason höfundur skýrslu um landsarkitektúr og framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs TR.
13:35 Rafræn innkaup og samstarfsmöguleikar við ríkið .
Guðrún Ögmundsdóttir, skrifstofu stjórnunar og umbóta í fjármálaráðuneytinu
13:50 Kaffihlé

II   UT-rekstur sveitarfélaga

 

14:20 Öryggis- og leyfismál
Óskar J. Sandholt, skrifstofustjóri þjónustu- og reksturs, og
Jón Ingi Þorvaldsson, deildarstjóri upplýsinga- og tæknimála, Reykjavíkurborg.
14:40 Áskoranir minni sveitarfélaga í UT-málum.
Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar.
14:55 Umræður um áskoranir og samstarfsmöguleika.

 

Málþingsstjóri Anna Guðrún Björnsdóttir sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Málþingsgjald kr. 6000. Innifalið í því er hádegisverður og kaffiveitingar.

Skráning á málþingið