Sveitarstjórnarstigið á 21. öldinni

Staða og þróun sveitarstjórnarstigsins á Íslandi í norrænu ljósi. Hvað getum við lært af norrænum umbótaverkefnum?

Ráðstefna á Grand hótel í Reykjavík, 26. október 2015 kl. 10:00-15:30.

Frá aldamótum hefur verið hrint af stað víðtækum umbótaverkefnum á sveitarstjórnarstiginu í norrænum grannríkjum Íslands. Danir riðu á vaðið, Finnar fylgdu á eftir og nú eru í undirbúningi miklar breytingar á sveitarstjórnarstiginu í Noregi. Umbótaverkefnin eiga það sammerkt að markmið þeirra hefur verið að efla og styrkja sveitarfélög með sameiningum og fleiri aðgerðum til að þau geti tekist á við framtíðaráskoranir vegna öldrunar íbúa, þyngri velferðarþjónustu og tekjusamdráttar. Á ráðstefnunni munu norrænir fræðimenn og sveitarstjórnarmenn gefa yfirlit yfir þær breytingar sem hafa átt sér stað og eru í farvatninu; hver eru markmiðin, hvernig hefur gengið að nálgast þau og hvernig er unnið að breytingum. Í kjölfarið munu íslenskir fræðimenn fjalla um hvaða lærdóm við getum dregið af þessum verkefnum og breytingum fyrir íslenska sveitarstjórnarstigið. Að lokum verða almennar umræður.

Ráðstefnan er haldin í samstarfi innanríkisráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Nordregio sem er stofnun á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar. Aðstandendur hennar vonast til að sveitarstjórnarmenn, alþingismenn og aðrir sem eru áhugasamir um málefni sveitarstjórnarstigsins muni nýta sér þetta tækifæri til að fræðast um og ræða stöðu sveitarstjórnarstigsins á 21. öld. Ráðstefnan fer fram á ensku og íslensku.

Á tenglinum hér að neðan má finna samantekt og viðtöl, sem Nordregio hefur í tilefni ráðstefnunnar birt í fréttabréfi sínu, til að varpa ljósi á þá þróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár á sveitarstjórnarstiginu á Norðurlöndunum.

Dagskrá: (með fyrirvara um breytingar)

10:00-10:15  Skráning og kaffi

10:15-10:30  Opnunarávarp Ólöf Nordal innanríkisráðherra

10:30-12:30    1. hluti Viðhorf og þróun í norrænum grannríkjum

Stjórnandi:    Anna Karlsdóttir, Nordregio

Spurningar og svör

12:30-13:15    Hádegisverður

13:15-15:30    II. hluti Hvað getum við lært og hagnýtt okkur af norrænu reynslunni?


Almennar umræður

Almennar umræður

Lokaorð Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga