Sveitarfélögin og ESA

Mánudaginn 4. júní, Samiðnarsalnum Borgartúni 30. 6. hæð, kl. 13:00 til 16:00

Áhugavert málþing um ESA (EFTA Surveillance Authority) Eftirlitsstofnun EFTA og starfsemi hennar á sveitarstjórnarstigi. Á ári hverju afgreiðir ESA frá sér fjölda mála sem snertir beint eða óbeint sveitarfélögin og rekstur þeirra. Fjallað verður í megindráttum um hvaða málaflokkar þetta eru helst, í hverju aðkoma ESA felst og hverju sveitarfélögin þurfi að gæta að.

Dagskrá

13:00 Setning
Telma Halldórsdóttir, fundarstjóri og lögfræðingur hjá Sambandis íslenskra sveitarfélaga
13:10 ESA í megindráttum
Högni Kristjánsson, stjórnarmaður hjá ESA - glærur
13:20 ESA og sveitarstjórnarstigið
Guðjón Bragason, lögfræðingur og sviðsstjóri hjá sambandinu - glærur
13:40 Ríkisstyrkir og samkeppnismál
Ketill Einarsson, lögfræðingur á ríkisstyrkjasviði ESA - glærur
14:25 Kaffihlé
14:50 Opinber innkaup
Gunnar Þór Pétursson, framkvæmdastjóri innra markaðssviðs ESA - glærur
15:15 Umhverfismál
Gabrielle Somers, aðstoðarframkvæmdastjóri innra markaðssviðs ESA - glærur
Því miður er upptaka að erindi Gabrielle Somers ekki aðgengileg vegna tæknilegra örðugleika en glærur með erindi hennar eru á tengli hér að ofan.
15:40 Fyrirspurnir og umræður

Málþingið fer fram á íslensku að undanskildu erindi Gabrielle Somers um umhverfismál.

Aðgangur er ókeypis en það þarf að skrá þáttöku á fundinn með því að smella á hnappinn hér að ofan.