Nýsköpunardagur hins opinbera 2019

Hvernig er hægt að bæta þjónustu hins opinbera með nýsköpun?

Veröld Hús Vigdísar Finnbogadóttur, Háskóla Íslands Brynjólfsgötu 1 í Reykjavík, 4. júní kl. 08:00-11:00

Dagskrá og upptaka af fundinum:

08:00 Morgunverður
08:30 Ávarp fjármála- og efnahagsráðherra og opnun nýrrar vefsíðu um opinbera nýsköpun

Nýsköpun í samvinnu við almenning
Anne Tortzen er stofnandi og forstjóri Center for Borgerdialog í Danmörku og kemur sérstaklega til Íslands til þess að kynna hugmyndafræðina um samsköpun eða co-creation sem leið til að bæta þjónustu við almenning og lífskjör.

Vinnustaðamenning og nýsköpun
Landspítali kynnir hvernig unnið hefur verið með uppbyggingu færni til að virkja starfsfólk í umbótastarfi.

Ávinningur af stafrænni þjónustu
Verkefnastofa um stafrænt Ísland kynnir aðferðafræði við mat á ávinningi af stafrænni þjónustu.
09:30 Kaffihlé
Kynningar á básum frá meðal annars Verkefnastofu um stafrænt Ísland, Ríkiskaupum og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
09:45 Nýsköpun í raunveruleikanum, hvernig fórum við að?
Fjögur nýsköpunarverkefni opinberra vinnustaða kynnt, meðal annars frá Þjóðskrá Íslands, Háskólanum á Akureyri og Hafnarfjarðarbæ.

Nýsköpunarmót 2019
Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Ríkiskaup kynna fyrirhugað nýsköpunarmót sem er hittingur fyrirtækja og opinberra aðila í leit að nýjum lausnum.

Hvernig má stuðla að aukinni nýsköpun hjá borginni?
Reykjavíkurborg kynnir breytingar sem eru að ganga í gegn sem tengjast nýsköpun.

Hvaða virði skapar nýsköpun hjá hinu opinbera?
Daði Már Steinsson kynnir niðurstöðu meistararitgerðar sinnar sem byggist á Nýsköpunarvoginni.
10:50 Lokaorð
Fundarstjóri: Sverrir Jónsson, skrifstofustjóri kjara- og mannauðssýslu ríkisins

Dagurinn er haldinn í samstarfi fjármála- og efnahagsráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga og er ætlaður stjórnendum hjá hinu opinbera og starfsfólki sem vilja bæta þjónustu hins opinbera í gegnum nýsköpun.

Þátttökugjald er 3.500 krónur.


Upptaka frá fundinum