Persónuvernd barna - áskoranir í skólasamfélaginu

Morgunverðarfundur Náum áttum hópsins 20.02.2019

Fjallað var um helstu áskoranir í persónuvernd barna í skólasamfélaginu samfara gildistöku nýrra persónuverndarlaga. Framsögumenn voru Steinunn Birna Magnúsdóttir, lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi hjá Persónuvernd og fjallaði hún um almennt um persónuvernd barna, Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Samfok, sem sagði frá persónuvernd í foreldrastarfi og Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands, sem sagði frá persónuvernd í skólastarfi.

Framsögur voru teknar upp og má nálgast upptökur hér að neðan (vinsamlegast athugið að vegna tæknilegra vandkvæða eru upptökugæði í meðallagi):

  Persónuvernd barna
Steinunn Birna Magnúsdóttir, lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi Persónuverndar
  Persónuvernd barna í foreldrastarfi
Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK - Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík
  Persónuvernd í skólastarfi
Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélags Íslands

Fundarstjóri: Árni Einarsson