Hlutverk, ábyrgð og skyldur

Opinn fundur um símenntun kennara, haldinn í Gerðubergi 31. ágúst 2015

Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara stóð fyrir opnum fundi mánudaginn 31. ágúst 2015, í Gerðubergi, Reykjavík, um hlutverk, ábyrgð og skyldur aðila fagráðs hvað varðar málefni starfsþróunar kennara, ráðgjafa og skólastjórnenda í leik-, grunn-, tónlistar- og framhaldsskólum. 

Aðilar fagráðs eru Samband íslenskra sveitarfélaga, menntamálaráðuneyti, háskólar sem mennta kennara og Kennarasamband Íslands. Fulltrúar aðila fluttu stutt erindi og fundarmenn ræddu málefnið í umræðuhópum.

Fundurinn var vel sóttur og umræðurnar gagnlegar fyrir stefnumótunarvinnu fagráðsins um starfsþróun kennarastéttarinnar.

Streymt var frá fundinum og hægt er að nálgast upptökuna hér að neðan.

Inngangur  Jón Torfi Jónasson fundarstjóri