Frítíminn er okkar fag

Stefnumótun í æskulýðsmálum 2014-2018

Stefnumótun í æskulýðsmálum 2014-2018 er inntak ráðstefnunnar ,,Frítíminn er okkar fag“ sem haldin verður í Laugardalshöllinni í Reykjavík föstudaginn 16. október kl. 9-14.30.

Innleiðing og aðgerðaráætlun  stefnumótunarinnar ( sjá hér ) verður í brennidepli og verða bæði erindi og málstofur um ýmis fagleg málefni í frístundaþjónustu sveitarfélaga s.s. gæðaviðmið í frístundaþjónustu sveitarfélaga,  lýðræðisvinna með börnum ofl.

Markhópur ráðstefnunnar eru: Starfsmenn sveitarfélaga sem starfa að íþrótta-, æskulýðs- og tómstundamálum, stjórnmálamenn í sveitarstjórnum, fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, háskólasamfélagið og annað fagfólk sem starfar á vettvangi frítímans.

Ráðstefnugjald er 3.000 krónur, léttur hádegisverður og kaffi innifalið.

Að ráðstefnunni standa FÍÆT - Félag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa, FFF - Félag fagfólks í frítímaþjónustu, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samfés.

Ráðstefnustjóri: Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ

Dagskrá:

09.00

Setning.

Illugi Gunnarsson, mennta og menningamálaráðherra .

09.15

Framkvæmd sveitafélaga á innihaldi stefnunnar.

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

09.30

Ungt fólk i Lundi, stefnumótun og þróun.

Anna Brynja Sigurgeirsdóttir, verkefnisstjóri stefnumótunar fyrir lýðræðisstarfs ungs fólks í Lundi, Svíþjóð .

10.10

Kaffi

10.30

Samfés, staðan á vettvangi, þróunin í frístunda- og æskulýðsmálum á Íslandi.

Andri Ómarsson, formaður  Samfés, og Victor Berg Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samfés.

10.50

Viðmið og vísbendingar fyrir innra og ytra mat á gæðum frístundastarfs.

Björk Ólafsdóttir matsfræðingur og Sigrún Sveinbjörnsdóttir, verkefnastjóri á frístundahluta fagskrifstofu SFS.

11.10

Þar sem allir hugsa eins er lítið hugsað – Hlutverk tómstundafræðinga í litríku samfélagi.

Jakob F. Þorsteinsson, aðjúnkt og formaður námsbrautar í tómstunda- og félagsmálafræði, og nemendur úr tómstunda- og félagsmálafræði.

11.30

Heimskaffi um innleiðingu stefnumótunarinnar.

12.30

Matur

13.15

Smiðjur  

  1.    Barnasáttmálinn

– Hjördís Eva Þórðardóttir, réttindafræðslufulltrúi hjá UNICEF.

2.    Tómstundahandbók – hverju er mikilvægt að miðla:  

– Eygló Rúnarsdóttir, aðjúnkt á Námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræðum við Háskóla Íslands.

3.    Ungmennaráð Samfés

– Meðlimir ungmennaráðsins.

4.    Evrópa unga fólksins

– Helga Dagný Árnadóttir, Evrópa unga fólksins.

5.    Ungmennahús

– Andri Þór Lefever, forstöðumaður Ungmennahússins Molans.

6.    Leikur að orðum – hugtök í fræðunum:

– Ágústa Þorbergsdóttir, deildarstjóri hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

7.    Starfsskrá frístundastarfs í Reykjavík

– Sigrún Sveinbjörnsdóttir, verkefnastjóri á frístundahluta fagskrifstofu SFS.

8.    Ungt fólk og lýðræði

– Sabina Steinunn Halldórsdóttir UMFÍ.

9.    Fjölmenningarleg frístundaþjónusta

– Dagbjört Ásbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Kamps.

10.    Að innleiða stefnu – Kenningar og leiðir.

– Guðrún Kaldal, framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Frostaskjóls.

11.    Að halda stórfundi með ungu fólki

– Anna Brynja Sigurgeirsdóttir, verkefnisstjóri stefnumótunar fyrir lýðræðisstarfs ungs fólks í Lundi, Svíþjóð.

 14:30   

Ráðstefnuslit  

Ragnar Örn Pétursson, formaður FÍÆT