Málþing um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk

Hvert-er-forinni-heitidHvert er förinni heitið? er yfirskrift málþings um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk, sem fram fer á Grand hóteli Reykjavík mánudaginn 27. ágúst, kl. 13:00 – 16:00. Málþingið er samstarfsverkefni Sambands íslenskra sveitarfélaga, Öryrkjabandalags Íslands og velferðaráðuneytisins.

Tilgangur málþingsins er að fjalla um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk m.a. með tengingu við byggðaáætlun og þjónustu í dreifbýli. Fjallað verður um 20. gr. sáttmála SÞ um réttindi fatlaðs fólks, reynslu sveitarfélaga af fyrirkomulagi akstursþjónustu og fjallað um þær áskoranir sem til staðar eru sem og lausnir til úrbóta ræddar þar sem þörf er á.

Erindi á málþinginu verða rit- og táknmálstúlkuð. Þá verða upptökur af hverju erindi gerðar aðgengilegar á vef sambandsins. 

Skráning á fundinn

 Kl. Dagskrá Málþingsins - Hvert er förinni heitið?  
 13:00 Ávarp ráðherra
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, setur þingið.
 13:10 Frjáls för fatlaðs fólks -  20 gr. samnings S.þ um réttindi fatlaðs fólks
Alma Ýr Ingólfsdóttir, lögfræðingur hjá Öryrkjabandalagi Íslands.
 13:30 Akstursþjónusta á Akureyri
Jón Hrói Finnsson, sviðsstjóri búsetusviðs Akureyrarbæjar.
 13:50 Sýn á fyrirmyndarþjónustu
Ingveldur Jónsdóttir, formaður málefnahóps um aðgengi hjá Öryrkjabandalagi Íslands.
 14:05  Kaffihlé
14:20 Hvað er að gerast á Norðurlöndunum?
Stuðningur við fatlað fólk og eldri borgara á sviði samganga
Anna Karlsdóttir, verkefnastjóri hjá Nordregio.
 14:50 Áskoranir og umhverfi sveitarfélaga
Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga.
 15:00 Aðgengi að strætisvögnum  og biðstöðvum á höfuðborgarsvæðinu
Haukur Hákon Loftsson.
 15:00 Hópavinna - umræðurhópar
Rædd verða ýmis málefni er varða akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Niðurstöður hópavinnu verða teknar saman og unnið áfram með.
 15:50 Samantekt
 16:00 Fundarlok

Fundarstjóri er Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjáflsbjargar - landssambands hreyfihamlaðra.