Aðstæður fatlaðs fólks: Aðbúnaður, þjónusta, viðhorf, líðan , sjálfræði

Ráðstefna á vegum velferðarráðuneytisins í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Félagsvísindastofnun, Rannsóknarstofnun í fötlunarfræðum og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands undir yfirskriftinni „Aðstæður fatlaðs fólks: Aðbúnaður, þjónusta, viðhorf, líðan, sjálfræði“.


Dagskrá:

13:00 Ávarp
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra
13:10 Niðurstöður rannsóknar um flutning þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga
Dr. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar og Dr. Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræðum HÍ.
14:00 Lærdómur sem sveitarfélögin geta dregið af niðurstöðum rannsóknarinnar.
Tryggvi Þórhallsson, lögfræði- og velferðarsvið Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Umræður í 15 mín og síðan kaffi í 15 mín.
14:45

Viðbrögð sveitarfélaga og hagsmunaaðila.

 • Frá sveitarfélagi sem tók við málaflokknum um síðustu áramót.
  Stella Víðisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar
  Ragnar Þorsteinsson, sviðsstjóri menntasviðs Reykjavíkurborgar
 • Frá sveitarfélagi með þjónustusamning um málefni fatlaðra.
  Soffía Lárusdóttir, framkvæmdastjóri búsetudeildar Akureyrarbæjar.
 • Frá sjónarhóli notenda.
  Hrefna K. Óskarsdóttir, verkefnastjóri Öryrkjabandalags Íslands .
  Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
 • Frá sjónarhóli starfsmanna.
  Anna Lilja Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Þroskaþjálfafélags Íslands.
  Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR.
15:55 Niðurstöður ráðstefnunnar
Freyja Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri NPA miðstöðvarinnar.
16:15 Umræður
16:40 Lokaorð
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Ráðstefnustjóri er Lára Björnsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu.