Leit að fundargerðum

Til baka Prenta
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 884

Haldinn og fór hann fram í gegnum fjarfundarbúnað,
20.05.2020 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu:
Aldís Hafsteinsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Gunnar Einarsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Rakel Óskarsdóttir, Bjarni Jónsson, Jón Björn Hákonarson, Ásgerður Kristín Gylfadóttir, Gauti Jóhannesson.
Karl Björnsson, Anna G. Björnsdóttir, Guðjón Bragason, Inga Rún Ólafsdóttir, Sigurður Ármann Snævarr, Valur Rafn Halldórsson.
Kristján Þór Magnússon boðaði forföll og Gauti Jóhannesson varamaður hans sat fundinn í hans fjarveru.


Dagskrá
1. 1909023SA - Fundargerð 883. fundar

 
Lögð fram til staðfestingar fundargerð 883. fundar stjórnar sambandsins frá 8. maí 2020.
Fundargerðin samþykkt og verður undirrituð á næsta fundi sem verður haldinn í húsnæði sambandsins.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 883
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir kom inn á fundinn kl. 12:10.
2. 1905033SA - Staða kjaramála

 
Lagt fram trúnaðarskjal minnisblað sviðsstjóra kjarasviðs sambandsins, dags. 18. maí 2020, um stöðu kjaramála. Sviðsstjóri gerði grein fyrir stöðu kjaramála og svaraði spurningum stjórnarmanna.
3. 1911093SA - Kjarasamningar

 
Lagðir fram til staðfestingar kjarasamningar milli samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Dýralæknafélags Íslands, Félagsráðgjafafélags Íslands, Iðjuþjálfafélags Íslands, Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, Sálfræðingafélags Íslands og Þroskaþjálfafélags Íslands, dags. 8. maí 2020, og Eflingar stéttarfélags, dags. 10. maí 2020, um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila, ásamt kynningum á samningunum.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga staðfestir samhljóða kjarasamninga við ofangreind stéttarfélög. Jafnframt fagnar stjórnin því að samningar hafi náðst sem byggja á lífskjarasamningunum sem almennur samhugur er um í þjóðfélaginu.
Kjarasamningur_SÍ_SNS_8. maí 2020_LOK.pdf
Kjarasamningur_ÞÍ_SNS_8. maí 2020_LOK.pdf
Kjarasamningur_DÍ_SNS_8. maí 2020_LOK.pdf
Kjarasamningur_FÍ_SNS_8. maí 2020_LOK.pdf
Kjarasamningur_KVH_SNS_8. maí 2020_LOK.pdf
Kjarasamningur EFLING_SNS_SGS_10. maí 2020_LOK.pdf
Kjarasamningur IÞÍ_SNS_8. maí 2020_LOK.pdf
BHM_kynning.pdf
BHM_KVH_kynning.pdf
Efling kynning 2020.pdf
4. 2001057SA - Fundir Jónsmessunefndar

 
Lagðar fram til kynningar fundargerðir samstarfsnefndar ríkis og sveitarfélaga - Jónsmessunefndar frá 22. apríl og 13. maí 2020. Einnig lögð fram vegna 5. liðar fundargerðar Jónsmessunefnda frá 13. maí 2020, skipunarbréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 11. maí 2020, þar sem Halldóra Káradóttir, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar og Dan Jens Brynjarsson, fjármálastjóri Akureyrarbæjar, fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga eru skipuð í greiningarhóp um fjármál sveitarfélaga. Að auki lagt fram uppfært yfirlit yfir minnkað starfshlutfall - atvinnuleysi og minnisblað frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, dags 19. maí 2020, um aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og áhrif þeirra gagnvart sveitarfélögum. Einnig glærukynning frá fjármálaráðuneytinu um umfang á aðgerðum stjórnvalda.
Dan Brynjarsson.pdf
Halldóra Káradóttir.pdf
Fundargerð Jónsmessunefndar 22. apríl 2020.pdf
Fundargerð Jónsmessunefndar 13. maí 2020.pdf
Minnkandi starshlutfall - Atvinnuleysi uppf 5 maí.xlsx
Aðgerðir vegna kórónuveiru og áhrif gagnvart sveitarfélögum-mbl-Sambandið.pdf
Umfang á aðgerðum stjórnvalda-vefur-20200519-vefur.pdf
5. 2005023SA - Fjárþörf sveitarfélaga vegna COVID-19

 
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs sambandsins til Jónsmessunefndar, dags. 13. maí 2020, um fjárþörf sveitarfélaga 2020-2021. Einnig lagt fram minnisblað Byggðastofnunar, dags. 12. maí 2020, um áhrif hruns ferðaþjónustu vegna COVID-19 á sveitarfélögin. Sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs gerði grein fyrir stöðu mála.
Minnisblað um fjárþörf sveitarfélaga 2020-2021.pdf
Áhrif hruns ferðaþjónustu vegna COVID-19 á sveitarfélögin.pdf
Jón Björn Hákonarson kom inn á fundin kl. 12:55.
6. 2003041SA - Upplýsingar um samráðsfund með fulltrúum ríkisstjórnarinnar

 
Gerð var grein fyrir samráðsfundi sem formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri sambandsins áttu fund með forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra fimmtudaginn 14. maí sl., en borgarstjóri sat einnig fundinn. Tilefni fundarins var að ræða ítrekaðar óskir fulltrúa sambandsins um að fjalla um tvennar samþykktir stjórnar sambandsins frá 24. og 29. apríl 2020 um nauðsyn þess að ríkisvaldið komi að málum með beinum fjárhagslegum stuðningi við sveitarfélögin og almennum og sérstökum aðgerðum til að mæta þeirri stöðu sem komin er upp.
Formaður sambandsins upplýsti að fulltrúar ríkisstjórnarinnar væru ekki tilbúnir að ákveða tilteknar aðgerðir til stuðnings sveitarfélögum að svo stöddu. Fram kom að almennar aðgerðir hefðu ekki verið til skoðunar heldur frekar hugsanlega sértækar gagnvart þeim sveitarfélögum sem efnahagsþróunin kemur verst við. Sammælst var um að fylgjast sameiginlega með framvindu í fjármálum sveitarfélaga næstu vikur og mánuði og staðan metin að nýju í ljósi þróunarinnar. Ákveðið var að þessi sami hópur myndi hittast að nýju eftir u.þ.b. mánuð og fara yfir stöðuna. Fundarmenn voru sammála um fulltrúar sambandsins komi að mótun þeirra aðgerða af hálfu ríkisins sem beinast að sveitarfélögum.
Stjórn leggur áherslu á að hópurinn fundi aftur sem fyrst svo hægt verði að kynna nýjar upplýsingar á næsta stjórnarfund sem verður 12. júní nk. Stjórn leggur einnig áherslu á að sambandið komi að útfærslu aðgerða sem snúa að sveitarfélögunum.
7. 2003041SA - Aðgerðapakkar og viðspyrnuáætlun vegna COVID-19 - staða

 
Lagt fram yfirlit yfir aðgerðir í aðgerðarpökkum 1 og 2 vegna COVID-19 sem varða sveitarfélögin. Einnig kynnt rafræn útgáfa sem er aðgengileg á vef sambandsins og verður uppfærð m.v. þróun mála.
Aðgerðapakkar og viðspyrnuáætlun vegna COVID Staða (1).pdf
8. 2005030SA - Fyrirspurn um vinnubrögð hjá sambandinu

 
Lagt fram bréf Þrastar Friðfinnssonar, sveitarstjóra Grýtubakkahrepps, dags. 17. maí 2020, um fyrirspurn um vinnubrögð hjá sambandinu, sem stílað var á sviðsstjóra lögfræði- og velferðarsviðs.
Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu m.v. umræður á fundinum.
Fyrirspurn um vinnubrögð hjá sambandinu.pdf
9. 2005031SA - Krafa um auknar upplýsingar frá Skattinum

 
Framkvæmdastjóri og sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs greindu frá samskiptum við Skattinn um nauðsyn þess að fá upplýsingar um tekjur sveitarfélaga frá stofnuninni. Eftirfarandi bókun og greinargerð samþykkt:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga áréttar mikilvægi þess að sveitarfélög fái haldgóðar upplýsingar um mikilvægasta tekjustofn sinn, útsvarið. Slík upplýsingagjöf býður einnig upp á aukið samstarf sveitarfélaga og Skattsins um bætt skattskil. Stjórnin felur formanni og framkvæmdastjóra að taka þessi mál upp við yfirstjórn Skattsins.

Greinargerð
Útsvar er stærsti tekjustofn sveitarfélaga. Yfirsýn yfir samsetningu útsvarsins, m.a. eftir atvinnugreinum, og þróun þess er mikilvæg forsenda fyrir fjármálastjórn þeirra. Nauðsynlegt er að geta greint breytingar í staðgreiðslu útsvars enda kunna að felast í þeim mikilvægar vísbendingar um þróun staðbundins atvinnulífs. Mikilvægi þessa hefur aldrei verið meira en einmitt núna þegar atvinnuleysi nær hærri hæðum en áður hefur þekkst með skelfilegum áhrifum á fjármál sveitarfélaga. Til þess að sveitarfélög geti brugðist við lækkandi tekjum er nauðsynlegt að hafa áreiðanlegar rauntímaupplýsingar sem forsendu fyrir aðgerðum.
Einu upplýsingarnar er sveitarfélög hafa almennt fengið frá Skattinum er álagningarskrá fyrir íbúa sveitarfélagsins sem gaf ákveðnar vísbendingar um þróunina. Nú hefur Skatturinn einnig hætt að afhenda álagningarskrár og fá því sveitarfélög í dag engar upplýsingar frá Skattinum um álagningu útsvars. Vekur það furðu þar sem um er að ræða tekjustofn sveitarfélaga er Skatturinn innheimtir fyrir þeirra hönd. Auk þess hafa sveitarstjórnir rétt til að kæra útsvarsálagningu til ríkisskattstjóra og áfrýja úrskurðum til yfirskattanefndar, skv. 31. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Vandséð er hvernig þau geti nýtt þann rétt, án aðgangs að álagningarskrám.
Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar hefur haft frumkvæði að viðræðum við Skattinn um upplýsingagjöf til sveitarfélaga um útsvarstekjur. Farið hefur verið fram á mánaðarlegar upplýsingar um fjölda greiðenda, skiptingu launagreiðenda eftir atvinnugreinum sem og fleiri mikilvægar upplýsingar. Þrátt fyrir ágætar undirtektir Skattsins við þessari málaumleitan hafa efndir verið minni en vænst var.
Mál til kynningar
10. 1909031SA - Aukaframlag vegna sóknaráætlana landshluta vegna COVID-19

 
Lagt fram til kynningar afrit af bréfi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dags. 6. maí 2020, um aukaframlag til sóknaráætlana landshluta vegna COVID-19. Gunnar Einarsson gerði grein fyrir málinu.
Afrit_erindi_SSH_aukaframlag_til_sóknaráætlana_1906002.pdf
11. 2003011SA - Umsögn um drög að reglugerð um framlög jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk 2020

 
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 7. maí 2020, um drög að reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á árinu 2020. Samþykkt var svohljóðandi bókun:
Stjórn sambandsins lýsir miklum áhyggjum af því höggi sem að óbreyttu verður á fjárstreymi til þjónustu við fatlað fólk. Verði ekkert að gert gæti sú staða komið upp að sveitarfélögum sé ókleift að sinna lögbundinni þjónustu á þessu sviði. Stjórnin kallar eindregið eftir því að brugðist verði hratt og örugglega við með skipan starfshóps sem vinni tillögur að aðgerðum. Markmiðið verði að bæta jöfnunarsjóði, og þar með sveitarfélögunum, upp þann samdrátt í tekjum til þessa viðkvæma málaflokks sem ella er viðbúið að skelli á með fullum þunga þegar líður á árið og kemur til viðbótar þeim halla sem þegar er á málaflokknum.
Drög að reglugerð um framlög jöfnunarsjóðs vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2020.pdf
Ummsögn um drög að reglugerð um þjónustu við fatlað fólk á árinu 2020 - framlög.pdf
12. 2005017SA - Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða - markmið og hlutverk

 
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til atvinnuveganefndar Alþingis, dags. 13. maí 2020, um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða (markmið og hlutverk), nr. 75/2011, 712. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Framkvæmdastjóð ferðamannastaða nr. 75/2011 - markmið og hlutverk.pdf
Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, nr
13. 2005018SA - Umsögn um frumvarp til laga um um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna - átak í fráveitumálum

 
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 18. maí 2020, um frumvarp til laga um um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum (átak í fráveitumálum), 776. mál .
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna nr. 9/2009 - átak í fráveitumálum.pdf
Umsögn um frv. um átak í fráveitumálum, 776. mál.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:30 

Til baka Prenta