Leit að fundargerðum

Til baka Prenta
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 883

Haldinn og fór hann fram í gegnum fjarfundarbúnað,
08.05.2020 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu:
Aldís Hafsteinsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Gunnar Einarsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Rakel Óskarsdóttir, Kristján Þór Magnússon, Jón Björn Hákonarson, Ásgerður Kristín Gylfadóttir.
Karl Björnsson, Anna G. Björnsdóttir, Guðjón Bragason, Inga Rún Ólafsdóttir, Sigurður Ármann Snævarr, Valur Rafn Halldórsson.
Bjarni Jónsson og Eyþór Laxdal Arnalds boðuðu forföll en varamenn þeirra höfðu ekki tök á að sitja fundin í þeirra fjarveru.


Dagskrá
1. 1909023SA - Fundargerð 882. fundar

 
Lögð fram til staðfestingar fundargerð 882. fundar stjórnar sambandsins frá 29. apríl 2020.
Fundargerðin samþykkt og verður undirrituð á næsta fundi sem verður haldinn í húsnæði sambandsins.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 882.pdf
2. 1905033SA - Staða kjaramála og áskoranir

 
Lagt fram bréf umboðsmanns barna, dags. 4. maí 2020, um vinnustöðvun félagsmanna Eflingar, ásamt áskorunum foreldrafélags Álfhólsskóla, dags. 29. apríl 2020, foreldrafélags Kársnesskóla, dags. 30. apríl 2020, og stjórnar foreldrafélaga í leikskólum og grunnskólum Kópavogsbæjar, dags. 2. maí 2020. Sviðsstjóri kjarasviðs gerði grein fyrir stöðu kjaramála og svaraði spurningum stjórnarmanna.
Leiðrétting til sambandsins vegna fyrra bréfs.pdf
Erindi til sambandsins vegna vinnustöðvunar Eflingar.pdf
Foreldrafélag Álfhólsskóla.pdf
Foreldrafélag Kársnesskóla.pdf
Yfirlýsing stjórnar foreldrafélaga í leikskólum og grunnskólum Kópavogsbæjar.pdf
3. 2004026SA - Yfirlit um verkefni starfsmanna sambandsins

 
Lagt fram til kynningar yfirlit um helstu verkefni starfsmanna sambandsins síðustu tvo mánuði, dags. 6. maí 2020. Fram kom að mikið álag hefur verið á starfsfólki sambandsins seinustu misserin og að verkefnum hafi fjölgað.
Helstu verkefni starfsmanna sambandsins í mars og apríl 2020 - fyrir stjórnarfund.pdf
4. 2005005SA - Fundur með bæjar- og sveitarstjórum og framkvæmdastjórum landshlutasamtaka - áhrif COVID-19

 
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra rekstrar- og útgáfusviðs sambandsins, dags. 5. maí 2020, um samantekt frá fundi sambandsins með bæjar- og sveitarstjórum og framkvæmdastjórum landshlutasamtaka sveitarfélaga
Miklar umræður fóru fram og stjórn sammæltist um helstu áherslur í verkefnum sem formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri munu fylgja eftir á fundum með fulltrúum ríkisins.
Fundur með bæjar- og sveitarstjórum og framkvæmdastjórum landshlutasamtaka.pdf
Þórdís Lóa fór af fundi kl. 10:00.
5. 2003041SA - Staða mála og viðbrögð vegna COVID-19

 
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til fjármála- og efnahagsráðherra, forsætisráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dags. 27. apríl 2020, um viðbrögð við áhrifum COVID-19 á fjárhag sveitarfélaga og bréf sambandsins til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og forsætisráðherra, dags. 29. apríl 2020, um stöðu mála vegna COVID-19 í einstökum landshlutum.
Áhrif sem COVID-19 hefur á fjárhag sveitarfélaga.pdf
Staða mála vegna COVID-19 í einsökum landshlutum.pdf
Þórdís Lóa kom inn á fundinn kl. 10:25.
6. 2004012SA - Aðgerðir á Norðurlöndum fyrir sveitarfélög og efnahagsaðgerðir Evrópusambandsins - COVID-19

 
Lagt fram til kynningar minnisblað sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs sambandsins, dags. 6. maí 2020, um aðgerðir á Norðurlöndum við sveitarfélög. Einnig lagt fram minnisblað forstöðumanns Brusselskrifstofu og sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs sambandsins, dags. 28. apríl 2020, um yfirlit um efnahagsaðgerðir Evrópusambandsins í tengslum við COVID-19.
Um aðgerðir á Norðurlöndum fyrir sveitarfélög.pdf
Minnisblað til stjórnar um Covid aðgerðir ESB.pdf
Mál til kynningar
7. 2004008SA - Tilnefning í vinnuhóp um skráningarkerfi grunnskólanemenda - óskað tilnefninga

 
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 27. apríl 2020, þar sem Valgerður Ágústsdóttir og Þórður Kristjánsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Guðbjörg Linda Udengard og Vigfús Hallgrímsson frá Grunni, Samtökum fræðslustjóra, og Álfheiður Einarsdóttir og Þorsteinn Sæberg Sigurðsson frá Skólastjórafélagið Íslands, eru tilnefnd í vinnuhóp um skráningarkerfi grunnskólabarna.
Óskað tilnefningar í starfshóp um skráningarkerfi grunnskólanemenda.pdf
Tilnefning í starfshóp um skráningarkerfi grunnskólanemenda.pdf
8. 2004021SA - Tilnefning í stýrihóp um málefni fanga

 
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til félagsmálaráðuneytisins, dags. 29. apríl 2020, þar sem María Ingibjörg Kristjánsdóttir, félagsþjónustufulltrúi á lögfræði- og velferðarsviði sambandsins, er tilnefnd í stýrihóp um málefni fanga.
Ósk um tilnefningu í stýrihóp um málefni fanga.pdf
Tilnefning í stýrihóp um málefni fanga.pdf
9. 2003041SA - Umsögn við aðgerðarpakka 2 og frumvarp til fjáraukalaga

 
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til nefndasviðs Alþingis, dags. 27. apríl 2020, um ábendingar við aðgerðarpakka 2 og frumvarp til fjáraukalaga, 724. og 726. mál.
Ábendingar við aðgerðapakka 2 og frumvarpi til fjáraukalaga, mál nr. 724 og 726.pdf
10. 2005003SA - Umsögn um frumvarp til laga um upplýsingalög - réttarstaða þriðja

 
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, dags. 5. maí 2020, um frumvarp til laga um breytingu á upplýsingalögum nr. 140/2012, með síðari breytingum (réttarstaða þriðja aðila), 644. mál.
Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á upplýsingalögum nr. 140/2012 með síðari breytingum - réttarstaða þriðja aðila.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til baka Prenta