Leit að fundargerðum

Til baka Prenta
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 872

Haldinn í Allsherjarbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík,
21.06.2019 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu:
Aldís Hafsteinsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Gunnar Einarsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Rakel Óskarsdóttir, Bjarni Jónsson, Kristján Þór Magnússon, Jón Björn Hákonarson, Ásgerður Kristín Gylfadóttir.
Karl Björnsson, Inga Rún Ólafsdóttir, Sigurður Ármann Snævarr, Valur Rafn Halldórsson.
Dagskrá
1. 1810033SA - Fundargerð 871. fundar

 
Lögð fram til staðfestingar fundargerð 871. fundar stjórnar sambandsins frá 29. maí 2019.
Fundargerðin var staðfest og undirrituð.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 871.pdf
2. 1810076SA - Skipulagsmálanefnd sambandsins

 
Lögð fram fundargerð 35. fundar skipulagsmálanefndar sambandsins frá 27. maí 2019.
Skipulagsmálanefnd sambandsins - 35 fundur 27. maí 2019.pdf
3. 1810078SA - Fræðslumálanefnd sambandsins

 
Lögð fram fundargerð 120. fundar fræðslumálanefndar sambandsins frá 4. júní 2019. Einnig lagðar fram ályktanir vorfundar Grunns, félags fræðslustjóra og stjórnenda á skólaskrifstofum, vegna 4. liðar fundargerðarinnar.
Ályktun vorfundar Grunns um sjóði til endurmenntunar, starfsþróunar og þróunarverkefna.pdf
fræðslumálanefnd sambandsins - 120
Ályktun vorfundar Grunns 2019.pdf
Bjarni Jónsson kom inn á fundinn kl. 12:20.
4. 1901012SA - Verkefnisstjóri til að vinna að stafrænni framþróun í sveitarfélögum

 
Lagt fram minnisblað sviðstjóra þróunar- og alþjóðasviðs sambandsins, dags. 5. júní 2019, um verkefnisstjóra til að vinna að stafrænni framþróun í sveitarfélögum.
Samþykkt að ráða verkefnisstjóra í stafrænni framþróun hjá sambandinu. Tilgangurinn er að veita sveitarfélögum stuðning, ráðgjöf og fræðslu til að hagnýta sér og þróa stafræna opinbera þjónustu. Komið verði á fót miðlægu samstarfi sveitarfélaga í þessu skyni. Jafnframt verði lögð sérstök áhersla á að aðstoða ný sameinuð sveitarfélög til að endurskipuleggja og efla þjónustu sína með hagnýtingu stafrænnar þjónustu.
Leitað verður eftir formlegu samstarfi við verkefnastofuna Stafrænt Ísland sem er á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins og vinnur að þjónustu á þessu sviði á vegum hins opinbera.
Framkvæmdastjóra er falið að tryggja fjármögnun starfsins m.v. gildandi fjárheimildir í fjárhagsáætlun sambandsins og grípa til nauðsynlegra aðgerða svo það markmið náist. Í þeim tilgangi er framkvæmdastjóra m.a. falið að leita eftir allt að 40% kostnaðarþátttöku frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til þriggja ára.
Minnisblað um verkefnisstjóra til að vinna að stafrænni framþróun í sveitarfélögum.pdf
5. 1906015SA - Grænbók um framtíðarumhverfi kjarasamninga og vinnumarkaðsmála

 
Lagt fram minnisblað forsætisráðuneytisins, dags. 6. júní 2019, um grænbók um framtíðarumhverfi kjarasamninga og vinnumarkaðar.
Grænbók - endurskoðað minnisblað fyrir fund 18
6. 1601060SA - Endurskoðað samkomulag um hlutverk og umgjörð Þjóðhagsráðs

 
Lagt fram endurskoðað samkomulag milli forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Alþýðusambands Íslands, Bandalags háskólamanna, BSRB, Kennarasambands Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Samtaka atvinnulífsins og Seðlabanka Íslands, um hlutverk og umgjörð Þjóðhagsráðs.
Stjórn sambandsins samþykkir fyrir sitt leyti endurskoðað samkomulag um hlutverk og umgjörð Þjóðhagsráðs. Fyrir hönd sambandsins mun formaður áfram eiga sæti í Þjóðhagsráði og framkvæmdastjóri er varamaður hans í ráðinu.
Endurskoðað samkomulag um Þjóðhagsráð - lokaeintak 18
7. 1905036SA - Drög að yfirlýsingu um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

 
Lögð fram drög að yfirlýsingu um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem lögð var fram á stofnfundi 19. júní 2019.
Stjórn sambandsins lýsir yfir ánægju með velheppnaðan fund um samstarf sveitarfélaga um loftslagsmál og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og hvetur sveitarfélög til að samþykkja yfirlýsinguna sem fundurinn samþykkti og send verður öllum sveitarfélögum.
Drög að yfirlýsingu stofnfundar.pdf
8. 1904003SA - Álagsprósentur fasteignaskatts

 
Lagt fram bréf Alþýðusambands Íslands, dags. 7. júní 2019, um álagsprósentur fasteignaskatts.
Stjórnin minnir á yfirlýsingu Sambands íslenskra sveitarfélaga í tengslum við gerð lífskjarasamninga í apríl sl. þar sem mælst er til þess við sveitarfélögin að þau hækki ekki gjaldskrár sínar á árinu 2019 umfram það sem þegar er komið til framkvæmda. Einnig hefur sambandið hvatt sveitarfélög til þess að á árinu 2020 hækki þau gjaldskrár sínar um 2,5% að hámarki, en minna ef verðbólga verður lægri. Þessi yfirlýsing nær einnig til B-hluta fyrirtækja sveitarfélaga. Að öðru leyti er þessu erindi vísað til sveitarfélaganna.
Bréf til Sambandsins v fasteignaskatta.pdf
9. 1904008SA - Breytingartillaga við fjármálaáætlun 2020-2024

 
Lögð fram breytingartillaga við tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2020-2024, ásamt nefndaráliti.
Stjórn sambandsins lýsir yfir ánægju með jákvæð viðbrögð fjármála- og efnahagsráðherra, ráðherra sveitarstjórnarmála og fjárlaganefndar Alþingis, við kröfum sveitarfélaga og sambandsins um að fyrirhugð áform um frystingu framlaga til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga árin 2020 og 2021 yrðu dregin til baka, sem nú er raunin í nýsamþykktri fjármálaáætlun fyrir árin 2020-2024.
Jafnframt lýsir stjórnin yfir að sambandið er reiðubúið að taka upp að nýju vinnu við gerð samkomulags ríkis og sveitarfélaga á grundvelli 11. gr. laga um opinber fjármál nr. 123/2015.
Breytingartillaga við tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyri árin 2020-2024.pdf
Nefndarálit um tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2020-2024.pdf
Mál til kynningar
10. 1905039SA - Tilnefning í verkefnisstjórn um gerð landsáætlunar í skógrækt

 
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 14. júní 2019, þar sem Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurborgar, og Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra, eru tilnefnd í verkefnisstjórn sem hefur umsjón með gerð landsáætlunar í skógrækt. Það þeirra sem ráðherra skipar ekki verður varamaður hins.
Ósk um tilnefningu í verkefnisstjórn um gerð landsáætlunar í skógrækt.pdf
Tilnefning í verkefnisstjórn um gerð landsáætlunar í skógrækt.pdf
11. 1905040SA - Tilnefning í verkefnisstjórn um gerð landgræðsluáætlunar

 
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 14. júní 2019, þar sem Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi í Rangárþingi ytra, og Björgvin Skafti Bjarnason, oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, eru tilnefnd í verkefnisstjórn sem hefur yfirumsjón með gerð landgræðsluáætlunar. Það þeirra sem ráðherra skipar ekki verður varamaður hins.
Ósk um tilnefningu í verkefnsisstjórn um gerð landgræðsluáætlunar.pdf
Tilnefning í verkefnisstjórn um gerð landgræðsluáætlunar.pdf
12. 1906010SA - Tilnefning í samráðshóp vegna mansals

 
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til dómsmálaráðuneytisins, dags. 18. júní 2019, þar sem Anna Guðrún Björnsdóttir, sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs sambandsins, er tilnefnd í samráðshóp vegna mansals.
Skipan samráðshóps vegna mansals.pdf
Tilnefning í samráðshóp vegna mansals.pdf
13. 1906006SA - Tilnefning í verkefnastjórn sem á að fjalla um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum

 
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 18. júní 2019, þar sem Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðarsviðs sambandsins, er tilnefndur til áframhaldandi setu í verkefnisstjórn sem á að fjalla um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.
Ósk um tilnefningu í verkefnisstjórn sem á að fjalla um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.pdf
Tilnefning í verkefnisstjórn sem á að fjalla um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum.pdf
14. 1902041SA - Viðbótarumsögn um frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir

 
Lögð fram til kynningar viðbótarumsögn sambandsins til umhverfisnefndar Alþingis, dags. 3. júní 2019, við frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir, 542. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndulun úrgangs og lögum um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum (stjórnvaldssektir o.fl.).pdf
Viðbótarumsögn hollustuhættir 542. mál.pdf
15. 1808018SA - Umsögn um Grænbók um málefni sveitarfélaga

 
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 7. júní 2019, um Grænbók um málefni sveitarfélaga, S-116/2019.
Umsögn um Grænbók um málefni sveitarfélaga.pdf
Grænbók um stefnu um málefni sveitarfélaga apríl 2019.pdf
16. 1801041SA - Umsögn um tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu 2018-2022

 
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til fjárlaganefndar Alþingis, dags. 7. júní 2019, um tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022, 953. mál.
Tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 10/148 um fjármálastefnu fyrir árin 2018-2022.pdf
Umsögn um tillögu til þingsályktunar um breytingu á fjármálastefnu 2018-2022.pdf
17. 1905007SA - Umsögn um drög að leiðbeiningum vegna keðjuábyrgðar í opinberum innkaupum

 
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 7. júní 2019, um drög að leiðbeiningum vegna keðjuábyrgðar í opinberum innkaupum.
Drög að leiðbeiningum vegna keðjuábyrgðar.pdf
Umsögn_leiðb.um keðjuábyrgð
18. 1905005SA - Umsögn um drög að stefnu í málefnum heimilislausra

 
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til Reykjavíkurborgar, dags. 27. maí 2019, um drög að stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir.
Stefna Reykjavíkurborgar í málefnum heimilislausra - umsögn um stefnudrög
Drög að stefnu í málefnum heimilsl. til umsagnar.pdf
19. 1810081SA - Alþjóðleg leikskólaráðstefna í Osló 2019

 
Lagt fram til kynningar minnisblað Klöru E. Finnbogadóttur, sérfræðings á lögfræði- og velferðarsviði sambandsins, dags. 14. júní 2019, um Early Childhood Education and Care. The Nordic way - Alþjóðleg leikskólaráðstefna í Osló.
Alþjóðleg leikskólaráðstefna í Osló 2019

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:40 

Til baka Prenta