Leit að fundargerðum

Til baka Prenta
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 868

Haldinn í Allsherjarbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík,
22.02.2019 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu:
Aldís Hafsteinsdóttir, Skúli Þór Helgason, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Haraldur Sverrisson, Adda María Jóhannsdóttir, Rakel Óskarsdóttir, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, Kristján Þór Magnússon, Jón Björn Hákonarson, Ásgerður Kristín Gylfadóttir.
Karl Björnsson, Anna G. Björnsdóttir, Guðjón Bragason, Inga Rún Ólafsdóttir, Sigurður Ármann Snævarr, Valur Rafn Halldórsson.
Dagskrá
Í byrjun fundar bauð formaður Halldóru Lóu Þorvaldsdóttir og Öddu Maríu Jóhannsdóttur velkomnar á sinn fyrsta stjórnarfund. Einnig lagði hún til breytingu á dagskrá, sem var samþykkt samhljóða, þar sem liður um vinnu starfshóps um endurskoðun samþykkta sambandsins er felldur út og umfjöllun frestað til næsta fundar svo formaður nefndarinnar geti fylgt málinu eftir.
1. 1810033SA - Fundargerð 867. fundar

 
Lögð fram til staðfestingar fundargerð 867. fundar stjórnar sambandsins frá 25. janúar 2019.
Fundargerðin var staðfest og undirrituð.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 867
2. 1812001SA - Ársreikningur Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018

 
Lagður fram ársreikningur Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árið 2018, sbr. 6. tölulið fundargerðar 867. fundar stjórnar sambandsins.
Á fundinn kom Auðunn Guðjónsson, löggiltur endurskoðandi frá KPMG, og lagði fram endurskoðunarskýrslu, dags. 22. febrúar 2019 og áritaði jafnframt reikninginn sem óháður endurskoðandi sambandsins.
Stjórn sambandsins staðfesti ársreikning sambandsins fyrir árið 2018 með undirritun sinni.
Ársreikningur 2018 með skýringum.pdf
Sambandið endurskoðunarskýrsla 2018.pdf
3. 1812002SA - Ársreikningur Bakhjarls sambandsins 2018

 
Lagður fram ársreikningur Bakhjarls Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árið 2018, sbr. 7. tölulið fundargerðar 867. fundar stjórnar sambandsins.
Á fundinn kom Auðunn Guðjónsson, löggiltur endurskoðandi frá KPMG, og lagði fram endurskoðunarskýrslu, dags. 22. febrúar 2019 og áritaði jafnframt reikninginn sem óháður endurskoðandi sambandsins.
Stjórn sambandsins staðfesti ársreikning Bakhjarls Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árið 2018 með undirritun sinni.
Arsreikningur-Bakhjarl_2018 lokaútg..pdf
Sambandið endurskoðunarskýrsla 2018.pdf
4. 1810076SA - Skipulagsmálanefnd sambandsins

 
Lögð fram fundargerð 33. fundar skipulagsmálanefndar sambandsins frá 29. janúar 2019. Einnig lagt fram vegna 1. liðar fundargerðarinnar, drög að erindisbréfi skipulagsmálanefndar, dags. 7. janúar 2019. Á fundinum voru einnig lögð fram drög að dagskrá málþings um loftslagsmál sem sambandið mun halda 28. mars nk.
Stjórn sambandsins samþykkti erindisbréf skipulagsmálanefndar og lýsir yfir ánægju með drög að dagskrá málþings um loftslagsmál.
Skipulagsmálanefnd sambandsins - 33 29 jan 2019.pdf
Erindisbréf skipulagsmálanefndar sambandsins febrúar 2019
5. 1810078SA - Fræðslumálanefnd sambandsins

 
Lögð fram fundargerð 118. fundar fræðslumálanefndar sambandsins frá 13. febrúar 2019.
fræðslumálanefnd sambandsins - 118
Eyþór Laxdal Arnalds vék af fundi kl. 13:05.
6. 1811034SA - Drög að dagskrá landsþings sambandsins

 
Lögð fram drög að dagskrá XXXIII. landsþings sambandsins sem haldið verður 29. mars 2019.
Stjórn sambandsins samþykkti framlögð drög að dagskrá XXXIII. landsþings sambandsins með lítilsháttar breytingu og fól framkvæmdastjóra að boða þingfulltrúa til þings þann 29. mars nk. í Reykjavík.
Dagskra_landsthings 2019.pdf
7. 1902021SA - Drög að umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna - kosningaaldur

 
Lögð fram drög að umsögn sambandsins til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 18. febrúar 2019, um frumvarp um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, 356. mál.
Einnig lögð fram samantekt á þeim umsögnum sem bæst hafa við á vef Alþingis undanfarna daga, dags. 22. febrúar 2019.
Sviðsstjóra lögfræði- og velferðarsviðs falið að lagfæra umsögnina m.v. umræður á fundinum og senda hana til stjórnarmanna til samþykktar áður en hún verður send til Alþingis.
Drög að umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna.pdf
Umsagnir sem hafa bæst við á vef Alþingis undanfarna daga.pdf
8. 1901004SA - Skjalavarsla sveitarfélaga

 
Lagt fram bréf stjórnar Félags héraðsskjalavarða, dags. 29. janúar 2019, um skjalavörslu sveitarfélaga.
Stjórn sambandsins vísaði til fyrri afgreiðslu stjórnar á málinu frá 867. fundi þar sem samþykkt var taka málið aftur til umfjöllunar þegar úrbótaáætlanir héraðsskjalsafna liggja fyrir.
Um skjalavörslu sveitarfélaga.pdf
9. 1902034SA - Staða kjaramála

 
Lagt fram sem trúnaðarskjal minnisblað sviðsstjóra kjarasviðs sambandsins, dags. 20. febrúar 2019, um stöðu kjaramála í febrúar 2019.
10. 1706037SA - Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin - kynningarfundur

 
Lagt fram minnisblað samskiptastjóra sambandsins, dags. 19. febrúar 2019, um kynningarfund um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Stjórnin lýsir yfir ánægju með vel heppnaðan fund um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og samþykkir að kannað verði af hálfu sambandsins hvort áhugi sé hjá sveitarfélögum að setja á fót samstarfs- og samráðsvettvang sveitarfélaga, sem hefði það hlutverk að marka sameiginlega stefnu eða sýn sveitarfélaganna á heimsmarkmiðin og innleiðingu þeirra.
Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin - kynningarfundur.pdf
Mál til kynningar
11. 1901049SA - Tilnefning í starfsgreinaráð heilbrigðis-, félags- og uppeldisgreina

 
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 30. janúar 2019, þar sem Berglind Eva Ólafsdóttir, sérfræðingur á kjarasviði sambandsins, er tilnefnd til áframhaldandi setu sem aðalmaður í starfsgreinaráð heilbrigðis-, félags- og uppeldisgreina 2019-2022, og er Bjarni Ómar Haraldsson, sérfræðingur á kjarasviði sambandsins, tilnefndur til áframhaldandi setu sem varamaður.
Óskað tilnefningar í starfsgreinaráð heilbrigði-, félags- og uppeldisgreina frá 2019-2022.pdf
Tilnefning í starfsgreinaráð heilbrigðis-, félags- og uppeldisgreina 2019-2022.pdf
12. 1901050SA - Tilnefning í starfsgreinaráð umhverfis- og landbúnaðargreina

 
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 30. janúar 2019, þar sem Berglind Eva Ólafsdóttir, sérfræðingur á kjarasviði sambandsins, eru tilnefnd til áframhaldandi setu sem aðalmaður í starfsgreinaráð umhverfis- og landbúnaðargreina frá 2019-2022, og er Bjarni Ómar Haraldsson, sérfræðingur á kjarasviði sambandsins, tilnefndur til áframhaldandi setu sem varamaður.
Óskað tilnefningar í starfsgreinaráð umhverfis- og landbúnaðargreina frá 2019-2022.pdf
Tilnefning í starfsgreinaráð umhverfis- og landbúnaðargreina.pdf
13. 1606054SA - Endurtilnefning í samstarfsráð um símenntun og starfsþróun kennara og skólastjórnenda

 
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 30. janúar 2019, þar sem Helgi Arnarson, fræðslustjóri Reykjanesbæjar, er tilnefndur í samstarfsráð um símenntun og starfsþróun kennara og skólastjórnenda, í stað Þorsteins Hjartarsonar, sem beðist hefur lausnar.
Endurtilnefning í samstarfsráð um símenntun og starfsþróun kennara og skólastjórnenda.pdf
Breyting á fulltrúa sambandsins í samstarfsráði um símenntun og starfsþróun kennara.pdf
14. 1902025SA - Tilnefning í siglingaráð

 
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 12. febrúar 2019, þar sem Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri í Húnaþingi vestra, er tilnefnd sem aðalmaður í siglingaráð, og Bryndís Sigurðardóttir, sveitarstjóri á Tálknafirði, til vara.
Ósk um tilnefningu í siglingaráð.pdf
Tilnefning í siglingaráð.pdf
15. 1901044SA - Umsögn um tillögu til þingsályktunar um áætlun fyrir árin 2019-2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess

 
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, dags. 28. janúar 2019, um tillögu til þingsáætlunar um áætlun fyrir árin 2019-2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess, 409 mál.
Tillaga til þingsáætlunar um áætlun fyrir árin 2019-2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess, 409. mál.pdf
Umsögn um tillögu til þingsályktunar um áætlun fyrir árin 2019-2022 um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess, 409. mál.pdf
16. 1901047SA - Umsögn um frumvarp til laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands - skýstrókar

 
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, dags. 30. janúar 2019, um frumvarp til laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands, nr. 55/1992, með síðari breytingum (skýstrókar) 183. mál.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands nr. 55/1992 með síðari breytingum - skýstrókar.pdf
Umsögn_frv_NáttúruhamfaratryggingÍslands.pdf
17. 1901045SA - Umsögn um drög að frumvarpi til laga um skráningu einstaklinga

 
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 31. janúar 2019, um drög að frumvarpi til laga um skráningu einstaklinga.
Drög að frumvarpi til laga um skráningu einstaklinga.pdf
Umsögn um drög að frumvarpi til laga um skráningu einstaklinga.pdf
18. 1901035SA - Umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á upplýsingalögum

 
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til forsætisráðuneytisins, dags. 31. janúar 2019, um drög að frumvarpi til laga um breytingu á upplýsingalögum nr. 140/2012.
Óskað umsagnar um drög að frumvarpi til laga um breytingu á upplýsingalögum nr. 140/2012.pdf
Umsögn um drög að frumvarpi-upplýsingalög
Frumvarp til laga um breytingu á upplýsingalögum, nr. 140/2012, með síðari breytingum, og öðrum lögum - útvíkkun gildissviðs upplýsingalaga o.fl.pdf
19. 1809018SA - Umsögn við áform um breytingu á lögum um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla

 
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 4. febrúar 2019, við áform um lagabreytingar um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla nr. 87/2008.
Áformaskjal vegna breytinga á lögum nr. 87 2008_23.01.19.
Mat á áhrifum-frummat-vegna breytinga á lögum nr. 87 2008_21.01.19.
Umsögn við áform um lagabreytingar um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla 040219
20. 1902004SA - Umsögn við áform um lagasetningu - meðferð ríkisaðstoðarmála

 
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 4. febrúar 2019, við áform um lagasetningu - meðferð ríkisaðstoðarmála.
Áform um lagasetningu - Meðferð ríkisaðstoðarmála.pdf
Umsögn SIS áform 2019.pdf
21. 1901058SA - Umsögn um frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Alþingissvæðinu

 
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 8. febrúar 2019, um frumvarp um skipulags- og mannvirkjamál á Alþingissvæðinu, 147. mál.
Frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Alþingissvæðinu, 141. löggjafarþing 2012-2013.pdf
Umsögn um frumvarp um skipulags- og mannvirkjamál á Alþingissvæðinu, 147. mál.pdf
22. 1901060SA - Umsögn um frumvarp til laga um ökutækjatryggingar

 
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, dags. 14. febrúar 2019, um frumvarp til laga um ökutækjatryggingar, 436. mál.
Frumvar til laga um ökutækjatryggingar.pdf
Umsögn um frumvarp til laga um ökutækjatryggingar 436. mál
23. 1902031SA - Umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál

 
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 19. febrúar 2019, um drög að frumvarpi um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/2012.
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál, nr. 70/202.pdf
Umsögn SIS til UAR Loftslagsmál 19 feb 2019.pdf
24. 1902009SA - Umsögn um drög að reglum um sérkröfur til skólabifreiða

 
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 19. febrúar 2019, um drög að reglum um sérkröfur til skólabifreiða.
Drög að reglum um sérkröfur til skólabifreiða.pdf
Umsögn um drög að reglum um sérkröfur til skólabifreiða
25. 1809042SA - Frumvarp til laga um Þjóðarsjóð

 
Lagt fram til kynningar bréf sambandsins til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, dags. 19. febrúar 2019, þar sem vakin er athygli þingnefndarinnar á meðfylgjandi umsögn sambandsins um áform um setningu laga um Þjóðarsjóð, dags. 24. september 2018.
Umsögn SIS áform um stofnun Þjóðarsjóðs 24. september 2018.pdf
Umsögn um frv. um Þjóðarsjóð 434 mál 2019.pdf
26. 1902020SA - Áherslur gagnvart ferðaþjónustu í stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018-2022

 
Lagt fram til kynningar minnisblað sviðsstjóra lögfræði- og velferðarsviðs sambandsins, dags. 14. febrúar 2019, um áherslur gagnvart ferðaþjónustu í stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga 2018-2022.
Áherslur gagnvart ferðaþjónustu í stefnumörkun Sambandsins 2019.pdf
27. 1812032SA - Ábendingar til starfshóps um gerð orkustefnu

 
Lagðar fram til kynningar ábendingar sambandsins til starfshóps- um gerð orkustefnu, dags. 26. janúar 2019.
Ábendingar til starfshóps um gerð orkustefnu 26 1 2019.pdf
28. 1902016SA - Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu

 
Lagt fram til kynningar bréf Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu, dags. 29. janúar 2019.
Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu.pdf
29. 1802059SA - Endurskoðun fylgiskjals reglugerðar um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga

 
Lagt fram til kynningar minnisblað hag- og upplýsingasviðs sambandsins, dags. 1. febrúar 2019, vegna breytinga á fylgiskjali reglugerðar nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.
Minnisblað vegna breytinga á fylgiskjali reglugerðar 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga
30. 1511181SA - Niðurstöður ráðstefnumats fjármálaráðstefnu 2018

 
Lagðar fram til kynningar niðurstöður mats þátttakenda á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2018, dags. 10. desember 2018.
Niðurstöður ráðstefnumats fjármálaráðstefnu 2018
31. 1601016SA - Fréttabréf hag- og upplýsingasviðs sambandsins

 
Lagt fram til kynningar fréttabréf hag- og upplýsingasviðs sambandsins, 1. tbl. 2019, um fjárhagsáætlanir A-hluta sveitarfélaga 2019-2022.
FjarhagsaaetlanirA_hluta2019-2022.pdf
32. 1902015SA - Niðurstöður könnunar um vinnuskóla fyrir ungmenni

 
Lögð fram til kynningar skýrsla umboðsmanns barna um niðurstöður könnunar um vinnuskóla fyrir ungmenni, dags. í janúar 2019.
Samþykkt að senda skýrsluna til allra sveitarfélaga.
skyrsla-um-vinnuskolann_vefutgafa.pdf
33. 1810027SA - Skýrsla samstarfshóps um félagsleg undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði

 
Lögð fram skýrsla samstarfshóps Félags- og barnamálaráðherra um félagsleg undirboð á brotastarfsemi á vinnumarkaði, dags. í janúar 2019.
Skýrsla samstarfshóps Félags- og barnamálaráðherra um félagsleg undirboð á brotastarfsemi á vinnumarkaði.pdf

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:25 

Til baka Prenta