Leit að fundargerðum

Til baka Prenta
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 866

Haldinn í Allsherjarbúð, Borgartúni 30 í Reykjavík,
14.12.2018 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu:
Aldís Hafsteinsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Gunnar Einarsson, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Rakel Óskarsdóttir, Bjarni Jónsson, Kristján Þór Magnússon, Jón Björn Hákonarson, Lilja Einarsdóttir.
Karl Björnsson, Anna G. Björnsdóttir, Guðjón Bragason, Inga Rún Ólafsdóttir, Helga Guðrún Jónasdóttir, Valur Rafn Halldórsson.
Dagskrá
1. 1710022SA - Fundargerð 865. fundar

 
Lögð fram til staðfestingar fundargerð 865. fundar stjórnar sambandsins frá 30. nóvember 2018.
Fundargerðin staðfest og undirrituð.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 865.pdf
2. 1810078SA - Skólamálanefnd sambandsins

 
Lögð fram fundargerð 116. fundar skólamálanefndar sambandsins frá 10. desember 2018.
skólamálanefnd sambandsins - 116.pdf
3. 1711013SA - Starfsáætlun sambandsins 2018 með mati á árangri

 
Lögð fram starfsáætlun sambandsins 2018 með mati á árangri.
Stjórn sambandsins lýsir yfir mikilli ánægju með starfsáætlunina 2018 með mat á árangri og þakkar starfsmönnum sambandsins sérstaklega fyrir vel unnin störf.
Starfsáætlun 2018 - mat á árangri
4. 1811013SA - Starfsáætlun sambandsins 2019

 
Lögð fram til staðfestingar starfsáætlun sambandsins fyrir árið 2019.
Framkvæmdastjóri skýrði helstu þætti starfsáætlunarinnar og var hún samþykkt samhljóða.
Starfsáætlun 2019
5. 1810077SA - Tillaga að fulltrúum í verkefnisstjórn fyrir hagsmunagæslu í úrgangsmálum

 
Tekin upp að nýju tillaga að fulltrúum í verkefnisstjórn fyrir hagsmunagæslu í úrgangsmálum, sem áður var á dagskrá stjórnar sambandsins 30. nóvember 2018, en þá var samþykkt að fresta skipan nefndarinnar til næsta stjórnarfundar.
Í verkefnisstjórn voru skipuð Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu bs., Ína Björk Ársælsdóttir, umhverfisstjóri Húnaþings vestra, Jón Norðfjörð, framkvæmdastjóri Kölku bs., Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri sorphirðu umhverfisdeildar Reykjavíkurborgar, Hrefna Bryndís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands bs. og Freyr Ævarsson, umhverfisfulltrúi á Egilsstöðum. Til vara voru kjörin Guðmundur Tryggvi Ólafsson, rekstrarstjóri endurvinnslustöðva Sorpu bs., Ralf Trylla, umhverfisstjóri á Ísafirði, Grétar Ingi Erlendsson, bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Ölfusi, Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, Ragnhildur Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins á Snæfellsnesi og Bryndís Bjarnason, upplýsinga- og umhverfisfulltrúi Sveitarfélagsins Hornafjarðar.
Tillaga að fulltrúum í verkefnisstjórn um úrgangsm
6. 1811024SA - Drög að reglugerð um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins um málefni sveitarfélaga

 
Lögð fram drög að reglugerð, dags. 28. nóvember 2018, um stefnumótandi áætlun ríkisins um málefni sveitarfélaga, ásamt umsögn sambandsins til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 10. desember 2018, um reglugerðardrögin.
Samþykkt að tilnefna Aldísi Hafsteinsdóttur, formann sambandsins, og Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, í nefnd um stefnumótandi áætlun ríkisins um málefni sveitarfélaga. Einnig samþykkt að framkvæmdastjóri sambandsins verði staðgengill og aðstoðarmaður fulltrúanna í nefndinni.
Drög að reglugerð um gerð stefnumótandi áætlunar ríkisins um málefni sveitarfélaga.pdf
Umsögn um drög að reglugerð um stefnumótandi áætlun ríkisins um málefni sveitarfélaga.pdf
7. 1810030SA - Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun 2019-2033 og fimm ára áætlun 2019-2023

 
Tekin upp að nýju tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun 2019-2033, ásamt umsögn sambandsins til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 31. október 2018, um áætlunina og tillögu til fimm ára áætlun 2019-2023, 172. og 173. mál, sem áður var á dagskrá stjórnar sambandsins 30. nóvember 2018, en þá var samþykkt að taka málið aftur upp á fundi stjórnar í desember.
Eftirfarandi bókun var samþykkt með 10 atkvæðum, Bjarni Jónsson sat hjá:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga telur mikilvægt að framkomnar hugmyndir um verulegt átak við uppbyggingu samgöngumannvirkja næstu ár verði þróaðar áfram. Ljóst er að þessar viðbótarframkvæmdir, umfram þær sem nú þegar eru fyrirhugaðar skv. tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun, þarfnast sérstakrar fjármögnunar með gjaldtöku. Stjórnin leggur áherslu á að vandað verði til verka við útfærslu og kynningu á slíkri gjaldtöku og telur að forsenda fyrir stuðningi sveitarstjórna við málið sé að gætt verði jafnræðis gagnvart öllum þeim sem nýta samgöngumannvirki landsmanna. Stjórn sambandsins lýsir sig reiðubúna til þátttöku í þróun og útfærslu þessarar gjaldtöku.
Tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2033.pdf
Umsögn SIS samgönguáætlun 172 og 173. mál.pdf
8. 1810017SA - Skýrsla um almenningssamgöngur á landsbyggðinni

 
Tekin upp að nýju umræða um skýrslu KPMG um almenningssamgöngur á landsbyggðinni - Landshlutasamtök sveitarfélaga, dags. 24. september 2018, sem áður var á dagskrá stjórnar sambandsins 10. október 2018, en þá var samþykkt að taka málið aftur upp til umræðu á stjórnarfundi.
Lagt fram til kynningar og mun stjórnin fylgjast áfram með þróun samninga Vegagerðarinnar við einstök svæði og leggur áherslu á að gætt verði vel að hagsmunum sveitarfélaga og einstakra svæða. Í þessari vinnu er mikilvægt að horft verði til framtíðar með lausn á rekstri almenningssamganga um landið.

Almenningssamgöngur á landsbyggðinni lokaskjal.pdf
9. 1608003SA - Innleiðing starfsmats á störfum er krefjast háskólamenntunar

 
Lagt fram trúnaðarskjal sviðsstjóra kjarasviðs sambandsins, dags. 12. desember 2018, um innleiðingu starfsmats á störfum er krefjast háskólamenntunar.
Stjórn sambandsins veitir heimild til þeirra nauðsynlegu aðgerða sem sviðsstjóri kjarasviðs kynnti.

10. 1810003SA - Fundur formanns og framkvæmdastjóra með dómsmálaráðherra um tvöfalt lögheimili

 
Tekin upp að nýju umræða um fund formanns og framkvæmdastjóra sambandsins með dómsmálaráðherra 31. október 2018 þar sem fundarefnið var umræða um tvöfalt lögheimili sem rætt var innan stjórnar sambandsins í tengslum við þingmannafrumvarp Viðreisnar um sama mál, sem áður var á dagskrá stjórnar sambandsins 30. nóvember 2018, en þá var samþykkt að taka málið aftur upp til umræðu á næsta stjórnarfundi. Einnig lagt fram vinnuskjal lögfræði- og velferðarsviðs sambandsins um umsagnir sem bárust um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum.
Vigdís Ósk Häsler Sveinsdóttir, lögfræðingur á lögfræði- og velferðarsviði sambandsins kom inn á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir fundi formanns og framkvæmdastjóra sambandsins með dómsmálaráðherra 31. október 2018.
Eftirfarandi bókun samþykkt samhljóða:
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga telur jákvætt að unnið er markvisst að foreldrajafnrétti í ráðuneytum og á Alþingi. Með vísan til 7. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, sem lögfestur var með lögum nr. 19/2013, á barn rétt til að þekkja foreldra sína og njóta umönnunar þeirra og er því mikilvægt að þess sé gætt að barn njóti samvista við báða foreldra að því gefnu að það sé barninu fyrir bestu. Það er því mikilvægt að ríki og sveitarfélög takist í sameiningu á við það verkefni af festu, að jafna stöðu foreldra sem fara með sameiginlega forsjá barna sinna en eru ekki samvistum.

Óháð mögulegum lagabreytingum eiga sveitarfélögin og stofnanir ríkisins möguleika á að jafna aðstöðumun foreldra með því að leysa ýmis kerfislæg tæknileg vandamál og jafna þar með þjónustu við börn sem búa á tveimur heimilum. Lagaákvæði sem heimila tvöfalt lögheimili í þeim tilgangi þarf að kanna frekar, en ef sú leið þykir raunhæfur kostur þarf að framkvæma nákvæmt kostnaðar- og áhrifamat breytinganna áður en endanlegar ákvarðanir verða teknar. Í þeirri vinnu þarf að tryggja að hugsanlegar lagabreytingar verði ekki íþyngjandi fyrir sveitarfélögin. Samband íslenskra sveitarfélaga lýsir sig reiðubúið til að taka þátt í vinnu við gerð tillagna, greiningu áhrifa og kostnaðarmat.
Minnisblað af fundi formanns og framkvæmdastjóra með dómsmálaráðherra 31
Minnisblað - Talpunktar fyrir fund með dómsmálaráðherra
Umsagnir sem bárust um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að heimila skráningu lögheimilis barna hjá báðum forsjárforeldrum
11. 1812018SA - Átakshópur í húsnæðismálum

 
Lagðar fram upplýsingar um átakshóp um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði.
Nokkur umræða fór fram um verkefni hópsins og stöðu húsnæðismála almennt.
Skipan hópsins og erindisbréf.pdf
12. 1812017SA - Grímsnes- og Grafningshreppur - ósk um fjárhagslegan stuðning vegna dómsmáls

 
Lagt fram bréf Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 28. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir því að Samband íslenskra sveitarfélaga taki þátt í kostnaði sveitarfélagsins vegna meðferðar dómsmáls. Um er að ræða ágreining um álagningu fasteignaskatts á sumarbústaði sem nýttir eru fyrir heimagistingu. Einnig lagt fram minnisblað lögfræði- og velferðarsviðs sambandsins, dags. 12. desember 2018, um beiðni sveitarfélagsins.
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafnar erindi Grímsnes- og Grafningshrepps.
Beiðni um þátttöku í kostnaði vegna ágreinings um álagningu fasteingaskatts á sumarbústaði sem nýttir eru fyrir heimagistingu.pdf
Um heimild til að skattleggja sumarhús skv
Mál til kynningar
13. 1811022SA - Umsögn um frumvarp til laga um atvinnuleysistryggingar o.fl. - framlag í lífeyrissjóði

 
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til velferðarnefndar Alþingis, dags. 29. nóvember 2018, um frumvarp til laga um atvinnuleysistryggingar o.fl. (framlag í lífeyrissjóði), 300. mál.
Umsögn-frumvarp til laga um atv.le.trygg.pdf
14. 1811056SA - Umsögn um frumvarp til laga um póstþjónustu

 
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 29. nóvember 2018, um frumvarp til laga um póstþjónustu, 270. mál.
Umsögn um frumvarp til laga um póstþjónustu, 149. löggjafarþing, 270. mál.pdf
15. 1704016SA - Umsögn um frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir

 
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 29. nóvember 2018, um tvö frumvörp í samráðsgátt um breytingar á hollustuháttalögum, annars vegar frumvarp um að draga úr notkun burðarpoka úr plasti og hins vegar frumvarp um stjórnvaldssektir o.fl.
Umsögn SIS v tveggja hollustuháttafrumvarpa 29 nóv 2018.pdf
16. 1806029SA - Umsögn um drög að aðgerðaráætlun um að draga úr plastmengun

 
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 3. desember 2018, um drög að aðgerðaráætlun um að draga úr plastmengun.
Umsögn um drög að aðgerðaráætlun um að draga úr plasmengun.pdf
17. 1811036SA - Umsögn um drög að stefnu um samþykki fyrir nýtingu lands og landsréttinda í þjóðlendum

 
Lögð fram til kynningar umsögn sambandsins til forsætisráðuneytisins, dags. 3. desember 2018, um drög að stefnu um samþykki fyrir nýtingu lands og landsréttinda í þjóðlendum.
Umsögn um drög að stefnu um samþykki fyrir nýtingu lands og landsréttinda í þjóðlendum.pdf
18. 1811060SA - Ályktanir 41. þings Hafnasambands Íslands

 
Lagðar fram til kynningar ályktanir 41. þings Hafnasambands Íslands, dags. 26. nóvember 2018, um haf- og strandsvæði, farþegaskip og staðsetningu mannvirkja í og við siglingaleiðir.
Ályktun 41. hafnasambandsþings um um haf- og strandsvæði.pdf
Ályktun 41. hafnasambandsþings um farþegaskip.pdf
Ályktun 41. hafnasambandsþings um staðsetningu mannvirkja í og við siglingaleiðir.pdf
19. 1706011SA - Skipulag utankjörfundaratkvæðagreiðslu

 
Lagt fram til kynningar bréf dómsmálaráðuneytisins, dags. 23. nóvember 2018, um skipulag atkvæðagreiðslu utan kjörfundar, ásamt fylgiskjali. Einnig lagt fram til kynningar bréf sambandsins til dómsmálaráðuneytisins, dags. 22. maí 2018, ásamt fylgiskjali.
Skipulag atkvæðagreiðslu utan kjörfundar.pdf
Skipulag utankjörfundaratkvæðagreiðslu - útsend bréf
Bókun vegna framkvæmdar utankjörfundar á landsbyggðinni.pdf
20. 1810042SA - Íbúasamráð í sveitarfélögum

 
Lagt fram til kynningar bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, dags. 6. desember 2018, um framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til verkefnis um að efla markvisst íbúasamráð í sveitarfélögum, ásamt beiðni sambandsins, dags. 26. nóvember 2018, um styrk vegna verkefnisins. Anna G. Björnsdóttir gerði grein fyrir verkefninu.
Framlag til verkefnis - Íbúasamráð.pdf
Beidni um styrk vegna ibuasamrads_Akureyri_Sambandid_26112018.pdf
Í lok fundar þakkað Aldís fyrir góðan fund og óskaði stjórnarmönnum og starfsmönnum sambandsins gleðilegra jóla.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:25 

Til baka Prenta