• umhverfiogaudlindir

Umhverfisþing 2013

VIII. Umhverfisþing verður haldið í tónlistarhúsinu Hörpu föstudaginn 8. nóvember nk. Þingið verður sett kl. 9:00 með ávarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra. Áformað er að þinginu ljúki kl. 16:30. Þinginu verður skipt upp í tvær málsstofur seinni hluta dags og er umræðuefnið í annarri málstofunni „Sjálfbær landnýting“ en „Skipulag haf- og strandsvæða“ í hinni.

Skráning er hafin á vef umhverfisráðuneytisins og þar má einnig finna dagskrá þingsins.