• Peningar1a

Tekjur sveitarfélaganna af staðgreiðslu fyrstu níu mánuði ársins

Greiddar staðgreiðslutekjur til sveitarfélaga og Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga fyrstu 9 mánuði ársins 2013 voru 104,6 milljarðar króna. Á sama tíma í fyrra voru samsvarandi tekjur  99,6 milljarðar. Þetta er ca. 5% hækkun staðgreiðslutekna milli ára. Nokkurn breytileika er hins vegar að finna í þessum efnum milli einstakra sveitarfélaga. Á heimasíðu sambandsins er að finna upplýsingar um greidda staðgreiðslu hjá hverju og einu sveitarfélagi. Þær eru sundurliðaðar eftir sveitarfélögum, mánuðum og  nokkur ár aftur í tímann. Þar er hægt  að skoða með einföldum hætti hvernig þróun staðgreiðslunnar hefur verið hjá einstökum sveitarfélögumh. Upplýsingar um staðgreiðsluna er uppfærðar mánaðarlega á heimasíðu sambandsins.