Kynning á starfsmönnum sambandsins

Anna Gudrun

Anna Guðrún Björnsdóttir

Anna Guðrún hóf störf á þróunar- og alþjóðasviði 1. október 2001.


Anna er sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs og ber ábyrgð á og vinnur að framþróun og nýsköpun í stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélaga ásamt lýðræðis-umbótum. Stýrir hagsmunagæslu íslenskra sveitarfélaga gagnvart Evrópska efnahagssvæðinu og hefur umsjón með erlendum samskiptum sambandsins.
Magnús Karel Hannesson

Magnús Karel hóf störf á rekstrar- og útgáfusviði 1. ágúst 2001.

Magnús er sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs og ber sem slíkur ábyrgð á fjárhagslegum rekstri sambandsins, almennu skrifstofuhaldi og starfsmannahaldi. Hann hefur umsjón með gerð fjárhagsáætlana og árlegum reikningsskilum sambandsins. Stýrir stoðþjónustu við önnur svið sambandsins.

Magnus-Karel
Berglind

Berglind Eva Ólafsdóttir

Berglind hóf störf á kjarasviði 5. nóvember 2001.

Berglind vinnur við starfsmatskerfið SAMSTARF og framkvæmir grunnmat og endurmat starfa í því ásamt upplýsingagjöf og ráðgjöf til yfirmanna starfsmannamála sveitarfélaga og launafulltrúa.