Heimasíða GERT opnuð

GERT_banner2

GERT er skammstöfun verkefnisins Grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni, samstarfsverkefnis Mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka iðnaðarins. Meginmarkmið GERT er að auka áhuga og þekkingu 10 til 15 ára nemenda á raunvísindum og tækni.

Það eru alls 16 skólar víðs vegar af landinu sem sem taka þátt í GERT verkefninu í vetur. Á nýrri heimasíðu verkefnisins má finna upplýsingar um skólana, hugmyndir að leiðum til þess að efla vægi verk-, tækni- og raungreina, aðgerðaáætlun GERT og fleira sem viðkemur verkefninu. Slóðin er: http://gert.menntamidja.is/