Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2013

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga var haldin á Hilton Nordica Hótel í Reykjavík dagana 3. og 4. október sl. Alls sóttu ráðstefnuna ríflega 420 manns allsstaðar að af landinu.

Sú nýbreytni var tekin upp á ráðstefnunni að Halldór Halldórsson, formaður sambandsins og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra áttu samtal undir styrkri stjórn Þóru Arnórsdóttur fjölmiðlakonu. Þótti sú nýjung takast vel og verður að öllum líkindum endurtekin að ári. Í lok fyrri dags flutti Gísli Einarsson fréttamaður eftirminnilega hugvekju um fjármál sveitarfélaga.

Hér má sjá nokkrar svipmyndir frá ráðstefnunni.


6

4

m5

2
3