Nýr fulltrúi í félagsþjónustunefnd sambandsins


Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 13. semptember 2013 var lagt fram minnisblað framkvæmdastjóra, dags. 6. september 2013, um endurskipun eins fulltrúa í félagsþjónustunefnd sambandsins í stað Hjalta Þórs Vignissonar, sem hefur beðist lausnar frá setu í nefndinni þar sem hann hyggst láta af störfum sem bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar á næstu vikum.
Eftirfarandi var bókað og samþykkt:

„Lausn Hjalta Þórs Vignissonar frá setu í félagsþjónustunefnd sambandsins var staðfest og samþykkt að skipa Gunnar Þorgeirsson, oddvita Grímsnes- og Grafningshrepps, í nefndina í stað Hjalta.“