• norge

Dönsk sveitarfélög vinna að því að skapa atvinnutækifæri í Noregi

Atvinnuleysi er vandamál í Danmörku og þar reka sveitarfélögin svokölluð „jobcentre“ til að aðstoða atvinnulausa við að finna störf. Þrjú sveitarfélög á Norður-Jótlandi hafa ráðist í Noregsverkefni sem danska sveitarfélagasambandið hefur bent á sem fyrirmyndarverkefni. Þau réðu sérstakan Noregsráðgjafa til að finna störf í Noregi fyrir atvinnulausa íbúa sína. Markmiðið var að útvega 200 störf fyrir október 2014. Það markmið virðist raunhæft því nú þegar hafa 130 fengið störf í Noregi. Þau eru líka að ráða ráðgjafa til að vinna í Noregi að því að útvega fyrirtækjum í dönsku sveitarfélögunum undirverktakaverkefni frá norskum fyrirtækjum. Danir virðast því vera að nýta sér tækifærin í Noregi á virkari hátt en gert hefur verið hér á landi.