Ráðstefna um NPA á Íslandi

- Væntingar og veruleiki

Samtök félagsmálastjóra á Íslandi og Samband íslenskra sveitarfélaga boða til ráðstefnu um innleiðingu notendastýrðar persónulegrar þjónustu á Íslandi. Ráðstefnan fer fram í Salnum í Kópavogi, miðvikudaginn 2. október frá kl. 9 til 16.

Meðal umræðuefna á ráðstefnunni verða:

  • Hugmyndafræði stjórnvalda
  • Framkvæmd sveitarfélaganna á þessu nýja þjónustuformi
  • Sjónarhorn stjórnsýslufræðanna og
  • Reynsla sveitarfélaga í nágrannalöndum okkar

Ráðstefnan er ætluð stjórnmálamönnum af vettvangi ríkis og sveitarfélaga, stjórnendum og starfsfólki innan félags- og heilbrigðisþjónustu, notendum þjónustu og öllum þeim sem láta sig varða framkvæmd félagsþjónustu sveitarfélaga í málefnum fólks með fötlun.