Kynning á starfsmönnum sambandsins


Karl

Karl Björnsson

Karl hóf störf hjá sambandinu 1. október 2002 sem sviðsstjóri kjarasviðs en hann tók við starfi framkvæmdastjóra 1. september 2008.

Karl fer með yfirstjórn á öllum rekstri og starfsemi sambandsins og er yfirmaður alls starfsfólks þess. Annast framkvæmd á stefnumörkun og ákvörðunum stjórnar sambandsins. Er fulltrúi sambandsins út á við ásamt stjórnarformanni og öðrum stjórnarmönnum.
Svandís Ingimundardóttir

Svandís hóf störf á þróunar- og alþjóðasviði 1. ágúst 2005 en starfssvið hennar fluttist yfir á lögfræði- og velferðarsvið árið 2008.

Svandís vinnur að málefna- og stefnumótunarvinnu í skólamálum. Miðlar upplýsingum til sveitarfélaga um skólamál og fylgist með þróun og nýbreytni á því sviði.Tekur þátt í nefndastarfi um skólamál og undirbýr og fylgir eftir starfi skólamálanefndar sambandsins.

Svandis
Gudrun-A

Guðrún A. Sigurðardóttir

Guðrún hóf störf á kjarasviði 1. nóvember 2005.

Guðrún vinnur við starfsmatskerfið SAMSTARF og framkvæmir grunnmat og endurmat starfa í því ásamt upplýsingagjöf og ráðgjöf til yfirmanna starfsmannamála sveitarfélaga og launafulltrúa.