Fógetabúð

Nýtt fundar- og samtalsherbergi á skrifstofu sambandsins

Gerðar hafa verið breytingar á skipulagi skrifstofu sambandsins og lánasjóðsins og með þeim vannst rými sem hefur verið stúkað af og er þar nú ágætt vinnuherbergi búið nauðsynlegum húsgögnum.

Vinnuherbergið hefur fengið heitið Fógetabúð til samræmis við önnur herbergi á hæðinni sem bera heiti fornra þingbúða á Þingvöllum. Fógetabúð er ekki talin ein af hinum fornu búðum á Þingvöllum, en í búðaskipan frá 1735 segir:

„Fogeta Budenn er nordur leingst vid fossenn, ä Eirenne, sem liggur fyrer nedan Logriettuna; þá var fogete Christian Lúxtorph.“  Og í sjálfri Íslandsklukkunni eftir Halldór Kiljan Laxness er minnst á Fógetabúð á bls. 99: „ … og var Jón Hreggviðsson, enn leiddur í tjald sitt að baki fógetabúðar.“

Sveitarstjórnarmenn af landsbyggðinni hafa því á ný eignast sitt oddvitaherbergi og vonandi verða þeir duglegir við að nýta sér það sem allra mest.

Fogetabud