Ferðamálaþing 2013

Ferðamálaþing 2013 verður haldið á Hótel Selfossi 2. október næstkomandi. Yfirskrift þingsins er Ísland – alveg milljón! –Skipulag, fyrirhyggja og framtíðarsýn í íslenskri ferðaþjónustu. Að þessu sinni er undirbúningur og framkvæmd ferðamálaþings samstarfsverkefni Ferðamálastofu og Skipulagsstofnunar. Þingið stendur frá kl. 10:00-16:15 og verða flutt á annan tug fróðlegra erinda.

Á meðal fyrirlesara eru fulltrúar sveitarfélaga og má m.a. nefna að Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð flytur erindi sem nefnist: „Er sveitarfélagið stærsti ferðaþjónustuaðilinn?“ Einnig verður fjallað um áhrif ferðamennsku á þróun Reykjavíkur, Uppbyggingu svæðisgarðs á Snæfellsnesi auk fleiri áhugaverðra erinda. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðum Skipulagsstofnunar og Ferðamálastofu.