Öflugt samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um starfsþróun kennara

SkakLagafellsskoliFræðslustjórar í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið að tillögum um menntamál og sérfræðiþjónustu frá árinu 2011. Sveitarfélögin hafa átt samstarf við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í þessu skyni.  Meðal annars afraksturs þessa samstarfs er vefur um símenntun og starfsþróun kennara og opnaði vorið 2013. Þar má finna fræðslu fyrir grunnskólakennara sem miðlað er gegnum upptökur og dreifiefni sem nýst getur kennurum til starfsþróunar. Fræðslufundaröð vormisseris snerist um námsmat í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla og var ætlað að styðja við grunnskólakennara í að innleiða nýjar áherslur. Fyrirlestrarnir eru öllum aðgengilegir hér að neðan og eru kennarar og skólar um land allt hvattir til þess að nýta sér afrakstur þessa góða samstarfs sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

 

Leiðsagnarmat: