Kynning á starfsmönnum

 Gudjon

Guðjón Bragason

Guðjón hóf störf á lögfræði- og velferðarsviði 1. maí 2007.

Guðjón tekur þátt í að gæta hagsmuna sveitarfélaga við undirbúning og setningu löggjafar og stjórnvaldsfyrirmæla sem snerta sveitarstjórnarstigið. Hann ber ábyrgð á lögfræðilegum verkefnum sambandsins á sviði velferðarmála, skipulags- og umhverfismála, s.s. skólamálum, félagsþjónustu, skipulags- og byggingarmálum og úrgangsmálum.Inga Rún Ólafsdóttir

Inga Rún hóf störf á kjarasviði 9. september 2008.

Inga Rún ber ábyrgð á og hefur yfirumsjón með kjaraviðræðum, kjarasamningagerð og framkvæmd kjarasamninga gagnvart viðsemjendum Sambands íslenskra sveitarfélaga ásamt þeim verkefnum öðrum, sem undir kjarasvið heyra.

 Inga-Run
 Valgerdur

Valgerður Freyja Ágústsdóttir

Valgerður hóf störf á hag- og upplýsingasviði 1. júlí 2005.

Valgerður sinnir söfnun og úrvinnslu upplýsinga frá sveitarfélögunum sem tengjast rekstri leik- og grunnskóla, tónlistarskóla og félagsþjónustu sveitarfélaga. Tekur þátt í samskiptum við stofnanir sveitarfélaga og ríkisins á þessum sviðum.