Nýkjörið Alþingi


Althingi_300x300pÁ Alþingi Íslendinga sitja 63 alþingismenn sem kjörnir voru við alþingiskosningarnar 27. apríl 2013. Af þeim hafa 31 þingmaður haft í mismiklum mæli afskipti af sveitarstjórnarmálum með einum eða öðrum hætti.

Alls hafa 23 þingmenn setið sem aðalmenn í sveitarstjórnum eða gegnt starfi framkvæmdastjóra sveitarfélags. Þeir eru Árni Þór Sigurðsson (Vg) Reykjavíkurborg 1994–2007; Ásmundur Friðriksson (S) bstj. Sveitarfélagsins Garðs 2009–2012; Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) Fjallabyggð 2006–2013; Guðbjartur Hannesson (Sf) Akraneskaupstaður 1986–1998; Guðlaugur Þór Þórðarson (S) Reykjavíkurborg 1998–2006; Gunnar Bragi Sveinsson (F) Sveitarfélagið Skagafjörður 2002–2010; Hanna Birna Kristjánsdóttir (S) Reykjavíkurborg 2002–2013, borgarstj. Reykjavíkurborgar 2008–2010; Helgi Hjörvar (Sf) Reykjavíkurborg 1998–2002; Kristján Þór Júlíusson (S) Akureyrarkaupstaður 1998–2007, bstj. Dalvíkurbæjar 1986–1994, bstj. Ísafjarðarbæjar 1994–1997, bstj. Akureyrarkaupstaðar 1998–2007; Kristján L. Möller (Sf) Siglufjarðarkaupstaður 1986–1998; Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) Suðureyrarhreppur 1990–1994; Líneik Anna Sævarsdóttir (F) Búðahreppur og Austurbyggð 1998–2006; Oddný G. Harðardóttir (Sf) Sveitarfélagið Garður 2006–2009, bstj. Sveitarfélagsins Garðs 2006–2009; Óttarr Ólafur Proppé (Bf) Reykjavíkurborg 2010–2013; Páll Valur Björnsson (Bf) Grindavíkurbær 2010–2012; Páll Jóhann Pálsson (F) Grindavíkurbær frá 2010; Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) Mosfellsbær 2002–2007, bstj. Mosfellsbæjar 2002–2007; Sigrún Magnúsdóttir (F) Suðurfjarðahreppur 1970–1972, Reykjavíkurborg 1986–2002; Sigurður Ingi Jóhannsson (F) Hrunamannahreppur 2002–2009; Svandís Svavarsdóttir (Vg) Reykjavíkurborg 2006–2009; Unnur Brá Konráðsdóttir (S) Rangárþing eystra 2006–2009, svstj. Rangárþings eystra 2006–2009; Valgerður Gunnarsdóttir (S) Húsavíkurkaupstaður 1986–1998 og Þórunn Egilsdóttir (F) Vopnafjarðarhreppur frá 2010.

Sjö þingmenn hafa setið í undirnefndum sveitarstjórna í skemmri eða lengri tíma. Það eru þau Birgir Ármannsson (S), Bjarni Benediktsson (S), Eygló Harðardóttir (F), Katrín Jakobsdóttir (Vg), Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F), Silja Dögg Gunnarsdóttir (F) og Vigdís Hauksdóttir (F).

Guðmundur Steingrímsson (Bf) var aðstoðarmaður borgarstjóra 2007–2008.

Sjö þingmenn fyrrum stjórnarmenn í sambandinu

Þá hafa sjö af framangreindum alþingismönnum setið í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þeir eru Árni Þór Sigurðsson (Vg) 2002–2007, Hanna Birna Kristjánsdóttir (S) 2006–2013, Kristján Þór Júlíusson (S) 1998–2007, Óttarr Ólafur Proppé (Bf) 2010–2013, Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) 2002–2007, Sigrún Magnúsdóttir (F) 1994–2002 og Svandís Svavarsdóttir (Vg) 2007–2009.

Af þessari upptalningu má því ætla, að mikill og góður skilningur verði á málefnum sveitarfélaganna, þegar þau koma til umræðu og afgreiðslu á Alþing á því kjörtímabili sem nú er nýhafið.

(Heimildir: Vefur Alþingis og sveitarstjórnarmannatöl 1970–2010.)