Áhugaverðar nýjungar í kynningu á verknámi á Austurlandi

Samband íslenskra sveitarfélaga vekur athygli á áhugaverðri nýung í kynningu á verknámi sem Verkmenntaskóli Austurlands og Vinnuskóli Fjarðabyggðar hleyptu af stokkunum í sumarbyrjun. Allir þeir sem luku 9. bekk grunnskóla í Fjarðabyggð í vor og skráðir eru í Vinnuskóla Fjarðabyggðar hófu vinnuna í Verkmenntaskóla Austurlands. Þar störfuðu þeir í hópum í fjórum deildum skólans, málm-, tré-, hár- og rafdeildum undir leiðsögn kennara. Á verkstæðunum gerðu þeir ýmsa hluti úr tré og málmi sem þeir munu eiga til minninga.

Í tilkynningu frá Verkmenntaskóla Austurlands sagði að hugmyndin að þessu verkefni hafi fæðst í kynnisferð starfsfólks skólans til Svíþjóðar sl. vor. Verkefnið er stutt af fyrirtækjum í Fjarðabyggð en Verkmenntaskólinn skipuleggur verkefnið og heldur utan um það. Sveitarfélagið Fjarðabyggð greiðir nemendum Vinnuskólans laun og skipuleggur ferðir þess.

Reynslan af þessu framtaki er góð. Nemendurnir, sem voru 54 talsins, voru áhugasamir um verkefnin og tóku vel tilsögn. Kennarararnir voru ánægðir með hópinn og töldu að þar væri að finna marga handlagna einstaklinga.

„Það er von þeirra sem að þessu standa að þessi tilraun skili sér í meiri aðsókn í iðn- og tækninám á komandi árum“ segir í tilkynningunni.

Verknam