Starfsmatið SAMSTARF

Starfsmatsnefnd er samráðsvettvangur um rekstur starfsmatskerfisins SAMSTARFS, milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og 41 stéttarfélags sem samið hafa um röðun starfa samkvæmt starfsmati í kjarasamningum. Starfsmatsnefndin skipar sex manna framkvæmdanefnd, þrjá af hálfu sambandsins og þrjá af hálfu stéttarfélaga. Starfsmatsnefndin mótar hlutverk framkvæmdanefndar og hefur eftirlit með að því sé fylgt.

Hlutverk framkvæmdanefndar er að:

  • móta stefnu SAMSTARFS til framtíðar
  • gera starfsáætlun fyrir hvert samningstímabil
  • gefa út ársskýrslu
  • hafa eftirlit með að fyrirmælum og leiðbeiningum höfunda starfsmatskerfisins,  verklagsreglum og matsferlum sé fylgt í hvívetna
  • tryggja virka sí- og endurmenntun starfsmatsráðgjafa
  • standa fyrir markvissri fræðslu á starfsmatinu til allra hagsmunaaðila, þ.e. starfsmanna, stjórnenda og embættismanna sveitarfélaga og fulltrúa stéttarfélaga, efla samstarf við aðra aðila sem vinna með starfsmat
  • nefndin hlutast ekki til um mat á einstökum störfum en henni er ætlað að hafa yfirsýn yfir öll þau störf sem metin eru í starfsmati
  • fylgjast með framboði menntunar fyrir starfsmenn sveitarfélaga
  • vera í samstarfi við fræðsluaðila
  • fulltrúar beggja aðila þurfa að ná sameiginlegri niðurstöðu um framkvæmd og forgangsröðun verkefna innan nefndarinnar með hagsmuni og markmið starfsmatsins að leiðarljósi.

Frá áramótum hafa verið haldnir sex fundir í framkvæmdanefnd Starfsmatsnefndar.

aMannlif-i-borginni-065