Nefndir, stjórnir og ráð


Kynjaskipting

Samband íslenskra sveitarfélaga skipar eða tilnefnir á ári hverju fjölda sveitarstjórnarmanna, starfsmanna sveitafélaga eða starfsmanna sambandsins í nefndir, stjórnir og ráð til skemmri eða lengri tíma.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir hjá sambandinu eru nú starfandi 165 nefndir, stjórnir og ráð sem sambandið hefur skipað eða tilnefnt fulltrúa í með samtals 257 fulltrúum.

Af þessum 257 fulltrúum eru konur 132 eða 51% og karlar 127 eða 49%. Til samanburðar má geta þess, að í apríl árið 2008 voru konur 40% af 220 fulltrúum alls eða 87 og karlar 60% eða 133. Og í nóvember 2011var hlutfall kvenna í nefndum, stjórnum og ráðum orðið 47,6% eða 110 og karlar voru 121 eða 52,4%.