Kynning á starfsmönnum

LudvikLúðvík E. Gústafsson

Lúðvík hóf störf á lögfræði- og velferðarsviði 15. janúar 2008.

Lúðvík starfar að samstarfsverkefni sambandsins og sveitarfélaga við hagsmunagæslu á sviði úrgangsmála og að tímabundnu samstarfsverkefni með umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um sjálfbæra þróun. Hann framfylgir stefnu sambandsins í úrgangsmálum og veitir ráðgjöf og leiðbeiningar um söfnun, eyðingu og aðra meðhöndlun úrgangs.TryggviTryggvi Þórhallsson

Tryggvi Þórhallsson hóf störf á lögfræði- og velferðarsviði 1. ágúst 2009.
Tryggvi fylgist með lögfræðilegum þáttum í starfsemi og starfsumhverfi sveitarfélaganna. Hann vinnur að undirbúningi og gerð umsagna um lagafrumvörp, önnur þingmál og drög að reglugerðum. Einnig sinnir hann samskiptum við Alþingi og ráðuneyti og veitir lögfræðilega ráðgjöf og upplýsingagjöf til sveitarstjórnarmanna og starfsmanna sveitarfélaga.
BenediktBenedikt Þór Valsson

Benedikt hóf störf á kjarasviði 1. ágúst 2009.
Benedikt annast framkvæmd og úrvinnslu kjararannsókna. Veitir stjórnendum sveitarfélaga og launafulltrúum ráðgjöf og leiðbeiningar vegna launaútreikninga. Hefur umsjón með gerð og uppbyggingu reiknilíkana vegna kostnaðarmats kjarasamninga.