Halldór Halldórsson kjörinn formaður sveitarstjórnarvettvangs EFTA

Sveitarstjórnarvettvangur EFTA hélt sjöunda fund sinn í Bergen 21.-22. júní sl. Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstigsins í EES/EFTA ríkjunum gagnvart ESB. Í honum eiga sæti allt að sex kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands.

Á fundinum var Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, kjörinn forseti vettvangsins en helstu verkefni að þessu sinni voru reglur um ríkisaðstoð, Þróunarsjóður EFTA og stefna ESB í hafnarmálum en vettvangurinn samþykkti ályktanir um þessi þrjú mál.

Sveitarstjornarvettvangur