Vorfundur Samtaka orkusveitarfélaga haldinn í Þingeyjarsveit

Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga hélt vorfund sinn dagana 16. og 17. maí sl. Heimsótti stjórnin Þingeyjarsveit, en þar tók Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri á móti hópnum. Stjórnarfundur var haldinn að Laugum í Reykjadal.

Meginumfjöllunarefni fundarins var stefnumótun samtakanna og undirbúningur fyrir orkufund næsta haust. Síðan var Laxárvirkjun skoðuð, en rafmagnsframleiðsla hófst þar árið 1939.

Þrátt fyrir erfiða færð gerði stjórnin sér ferð að Þeistareykjum síðari daginn. Á Þeistareykjum er gert ráð fyrir uppbyggingu jarðvarmavirkjunar, en rannsóknir gefa til kynna að þetta svæði bjóði upp á mikla möguleika.