Menntun innflytjenda – morgunverðarfundir

Í framhaldi af HringÞingi um menntun innflytjenda, í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Fjölmenningarseturs og Reykjavíkurborgar, hafa verið haldnir tveir morgunverðarfundir um sama málefni. Fundirnir hafa verið teknir upp og eru upptökur aðgengilegar á vef sambandsins.

Hér má finna upptöku frá fundinum 5. apríl en á honum var fjallað um öfluga náms- og starfsfræðslu innflytjenda. Og hér má sjá upptöku frá fundinum 3. maí um virkt tvítyngi og íslenskuskennslu.

Eftir er að halda tvo morgunverðarfundi til viðbótar en þeir verða haldnir annars vegar 31. maí og hins vegar 13. júní. Báðir fundirnir verða haldnir á Grand hótel í Reykjavík og hefjast kl. 8:00.