Kynning á starfsmönnum sambandsins

Solveig-BG-200Sólveig B. Gunnarsdóttir

Sólveig hóf störf á kjarasviði 1. júní 2011.

Sólveig annast greiningu og úrlausn lögfræðilegra álitaefna á sviði kjara- og starfsmannamála og veitir stjórnendum sveitarfélaga ráðgjöf í vinnurétti. Hún tekur þátt í kjaraviðræðum og kjarasamningagerð, auk þess að aðstoða sveitarfélög við túlkun og framkvæmd kjarasamninga.gyda_1Gyða Hjartardóttir

Gyða hóf störf á lögfræði- og velferðarsviði 6. maí 2010.
Gyða annast málefna- og stefnumótunarvinnu á sviði félagsþjónustu sveitarfélaga og barnaverndar, þjónustu við fatlaða og aldraða, húsnæðismála og tengsl framangreindra málaflokka við aðra velferðarþjónustu. GudrunDoggGuðrún Dögg Guðmundsdóttir

Guðrún Dögg hóf störf á þróunar- og alþjóðasviði þann 1. febrúar 2010.
Guðrún er forstöðumaður Brussel- skrifstofu sambandsins. Hún tekur þátt í starfi CEMR og EFTA og sinnir tengslum við fastanefnd Íslands í Brussel. Fylgist með málum sem eru til meðferðar hjá stofnunum ESB og EFTA og annast móttöku og fræðslu fyrir íslenska sveitarstjórnarmenn.