Bæjarhátíðir á vefsíðu sambandsins

Allt frá árinu 2008 hefur skrifstofa Sambands íslenskra sveitarfélaga safnað saman upplýsingum um bæjarhátíðir víðs vegar um land.

Það er óhætt að segja að þessi þjónusta sambandsins hafi slegið í gegn og eru heimsóknir á vefsíðuna sem vistar umræddar upplýsingar fjölmargar á ári hverju. Þá hafa margir aðilar í ferðaþjónustu óskað eftir því við sambandið að fá heimild til að tengja inn á síðuna.

Langflestir viðburðir sem óskað er eftir að getið sé á vef sambandsins eru settir þar inn en þó hefur verið takmarkað að setja þar inn ýmis íþróttamót. Þá hefur verslunarmannahelgin farið heldur halloka, enda viðburðir þá helgi kannski ívið of margir til að rúmast á síðunni.

Tengill á bæjarhátíðir á vefsíðu sambandsins.