Skil á ársreikningum sveitarfélaga 2012

Samkvæmt 3. mgr. 61. gr. sveitarstjórnar-laga nr. 138/2011 skal sveitarstjórn hafa lokið staðfestingu ársreiknings sveitarfélags eigi síðar en 15. maí ár hvert. Jafn-framt segir í 2. mgr. 76. gr. laganna að ársreikning sveitarfélags, ásamt skýrslu endurskoðenda, skuli senda ráðuneytinu og Hagstofu Íslands ekki síðar en 20. maí.

Á grundvelli samkomulags innanríkis-ráðuneytisins, Samband íslenskra sveitar-félaga og Hagstofu Íslands, frá 13. apríl 2012, hefur verið ákveðið að sveitarfélögin skuli skila ársreikningum vegna ársins 2012 til Hagstofu Íslands í gegnum vefþjónustu hagstofunnar. Sveitarfélögin hafa fengið sent notendanafn og lykilorð ásamt leiðbeiningum.

Það sem ber að hafa í huga varðandin skilin eru eftirfarandi:

  1. Í fyrsta lagi lagi þurfa sveitarfélögin að fylla út sérstakt innsláttarform sem er á heimasíðu hagstofunnar. Um er að ræða rekstrarreikning, efnahagsreikning og sjóðstreymi.
  2. Í öðru lagi þurfa sveitarfélögin að senda sundurliðaðan ársreikning rafrænt beint úr sínu bókhaldskerfi.
  3. Í þriðja lagi þurfa sveitarfélögin að senda rafrænt eintak af ársreikningi (t.d. á PDF formi)

Sveitarfélögin eru hvött til að skila þessum upplýsingum sem allra fyrst, svo að hægt sé fara vinna úr þeim og birta niðurstöður.