Undirbúningur kjaraviðræðna

– landshlutafundir kjarasviðs

Sérfræðingar kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga eru þessa dagana á ferð um landið og funda með sveitarstjórnarmönnum og embættismönnum sveitarfélaga í öllum landshlutum. Tilgangur fundanna er að leita eftir sjónarmiðum þeirra um framkvæmd kjarasamninga og áherslur í komandi kjaraviðræðum.

Á hverjum stað eru haldnir þrír fundir um aðgreind málefni. Fundað er með launafulltrúum um kjaramál og annað er snertir störf þeirra sérstaklega, annar fundurinn lýtur að undirbúningi kjarastefnu og kjaraviðræðna 2014 og sá þriðji að kjarasamningi og starfsumhverfi grunnskólakennara.

Nú þegar hafa verið haldnir fundir á Reykjanesi, Suðurlandi, Austurlandi, Norðurlandi og á Vesturlandi. Fundirnir hafa verið vel sóttir, umræður góðar og hreinskiptar og fulltrúar kjarasviðs fengið dýrmætt veganesti, sem nýtt verður við undirbúning samningastefnu stjórnar sambandsins. Á næstunni verða haldnir fundir á höfuðborgarsvæðinu, utan Reykjavíkur, og á Vestfjörðum.

Upplýsingar um þá fundi má sjá á vefsíðu sambandsins.

IMG_1148
Hluti þátttakenda á fundinum á Fljótsdalshéraði.


IMG_1192

Benedikt Þór Valsson hagfræðingur og Sólveig B. Gunnarsdóttir lögfræðingur voru meðal fyrirlesara á landshlutafundunum.


IMG_1168
Áhugasamir þátttakendur á fundinum á Akureyri.


IMG_1142
Benedikt Þór Valsson


IMG_1179
Bjarni Ómar Haraldsson, sérfræðingur á kjarasviði sambandsins.


IMG_1146
Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs sambandsins.