Samþykktir sveitarfélaga

Gerð nýrra samþykkta sveitarfélaga þarf að ljúka fyrir lok júní

Sveitarstjórnir eru minntar á að samkvæmt lögum um breytingu á sveitarstjórnarlögum, sem samþykkt var í desember 2012, rennur framlengdur frestur til að ljúka gerð samþykkta um stjórn sveitarfélaga út þann 30. júní nk.

Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu hafa eingöngu verið birtar þrjár nýjar samþykktir á þessu ári, frá Akureyrarkaupstað, Dalvíkurbyggð og Fljótsdalshreppi. Allmörg sveitarfélög hafa hins vegar verið í sambandi við ráðuneytið um yfirferð nýrra samþykkta.

Samkvæmt ákvæðum 18. gr. sveitarstjórnarlaga þurfa samþykktir um stjórn og fundarsköp tvær umræður í sveitarstjórn og er ljóst að sveitarstjórnir þurfa að leggja áherslu á að ljúka þessari vinnu sem fyrst til að þær fáist staðfestar af ráðuneytinu og birtar fyrir lok júní.

Sveitarstjórnir eru minntar á að samkvæmt lögum um breytingu á sveitarstjórnarlögum, sem samþykkt var í desember 2012, rennur framlengdur frestur til að ljúka gerð samþykkta um stjórn sveitarfélaga út þann 30. júní nk.