Rétt málsmeðferð – öruggt skólastarf

Námskeiðið Rétt málsmeðferð – öruggt skólastarf hefur nú verið haldið á sex stöðum vítt og breitt um landið og á enn eftir að halda tvö námskeið. Er námskeiðið ætlað stjórnendum grunnskóla, fræðslustjórum, starfsmönnum sveitarfélaga sem starfa að málefnum grunnskóla og formönnum skólanefnda.

Alls hafa ríflega 400 manns skráð sig til leiks og hafa þeir þátttakendur sem þegar hafa setið námskeiðið gert að þeim mjög góðan róm í námskeiðsmati. Undirbúningur og framkvæmd námskeiðsins var í höndum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélags Íslands í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Næsta námskeið verður haldið á Egilsstöðum 6. maí en því hefur þurft að fresta í tvígang, m.a. vegna veðurs og ófærðar. Lokanámskeiðið verður svo í Reykjavík, föstudaginn 10. maí. Frekari upplýsingar um námskeiðin má lesa á vef sambandsins.