Kynning á starfsmönnum


Valur_NotaValur Rafn Halldórsson

Valur Rafn hóf störf á hag- og upplýsingasviði sambandsins þann 1. mars 2011.

Valur er stjórnýslufræðingur að mennt og annast m.a. söfnun og úrvinnslu gagna um rekstur og stjórnsýslu sveitarfélaga. Sér um framkvæmd og úrvinnslu fjölþættra rannsókna um verkefni sveitarfélaga og vinnur úr mati á ýmsum viðburðum. Þá hefur hann umsjón með samstarfsstofnunum sambandsins, hafnasambandinu, orkusveitarfélögum, sjávarútvegssveitarfélögum og SSKS.


Thora


Þóra Helgadóttir

Þóra hóf störf á rekstrar- og útgáfusviði sambandsins þann 12. júní 2012.

Þóra sinnir launaútreikningi og bókhaldi, auk tilfallandi starfa við þjónustu og aðstoð við aðra starfsmenn sambandsins og samstarfsstofnana þess.
Thora_Bjorg_3x45Þóra Björg Jónsdóttir

Þóra Björg hóf störf á lögfræði- og velferðarsviði sambandsins þann 16. apríl sl.

Þóra vinnur að undirbúningi og gerð umsagna um lagafrumvörp, önnur þingmál og drög að reglugerðum, sinnir leiðbeiningum til sveitarfélaga og öðrum lögfræðilegum verkefnum ásamt öðrum lögfræðingum sviðsins.