Fjármálaráðstefna sveitarfélaga og Skólaþing sveitarfélaga 2013

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 3. október og föstudaginn 4. október nk. Við minnum þá sem ætla að sækja ráðstefnuna á að það borgar sig að bóka hótelherbergi snemma. Einnig má ná í hagkvæm flugfargjöld ef pantað er með nægum fyrirvara.

Þá verður Skólaþing sveitarfélaga haldið á Hilton Reykjavík Nordica mánudaginn 4. nóvember nk.

Á vefsíðu sambandsins, www.samband.is, verður unnt að skrá sig á báða viðburðina og verða þeir auglýstir nánar þegar nær dregur.