Sveitarstjórnarmenn eiga að hafa skoðanir á skólamálum

Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, gerði breytingar í skólastarfi að umræðuefni í ræðu sem hún flutti á landsþingi sambandsins þann 15. mars sl. Taldi hún ósanngjarnt þegar því væri haldið fram að sveitarstjórnarmenn hafi ekki vit á hinu eða þessu atriðinu af því að þeir væru ekki „fagmenn“ í viðkomandi grein. Sagði hún það rétt að sveitarstjórnarmenn væru fæstir fagmenn á öllum sviðum en þeir ættu að hafa skoðun á öllum þeim rekstrarþáttum sem lúta að starfsemi sveitarfélaganna og vera óhræddir við að tjá sig um þá.

„Það er hættulegt lýðræðinu ef við ætlum að láta embættismenn alfarið sjá um stefnumörkun, aðgerðir og úrlausnir á þeim forsendum að við hin „höfum ekki vit“ á málaflokknum.
Það er athyglisvert að heyra um samstöðu ríkis og sveitarfélaga í Danmörku í þeirri
deilu sem þar á sér stað um vinnutímaskilgreiningu kennarastarfsins, því „they can‘t succeed if we can‘t succeed“.

Það er auðvitað ekki skrýtið þó að við, rétt eins og aðrar Norðurlandaþjóðir, fylgjumst grannt með hverju fram vindur í Danmörku enda er þar stefnt á róttækar breytingar. Breytingar sem settar eru fram með það að markmiði að bæta skólana,“ sagði Aldís m.a.

Erindi Aldísar á vef sambandsins.


aIMG_0743